is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18963

Titill: 
 • Framboð á hreyfingu fyrir fatlað fólk
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar ritgerðar er að skoða stöðu fatlaðs fólks varðandi framboð á hreyfingu.
  Ritgerðin hefst á fræðilegri umfjöllun þar sem skoðuð er þróun mismunandi sjónarhorna á
  fötlun og greint verður frá hver staðan er í dag. Hugmyndafræðin um sjálfstætt líf er sú
  hugmyndafræði sem notast er við í dag og er það þráðurinn í gegnum ritgerðina.
  Valdefling er eitt helsta baráttutæki fatlaðs fólks í dag ásamt sjálfsákvörðunarrétti til að ná
  fram stjórn á eigin lífi. Með það að leiðarljósi var tekið viðtal við fatlaða og ófatlaða
  einstaklinga til að ná fram raunverulegri stöðu fatlaðs fólks.
  Eigindleg rannsókn var framkvæmd þar sem tekin voru fjögur opin viðtöl við fatlaða
  einstaklinga sem hreyfa sig reglulega og aðra sem sjá um hreyfingu af einhverju tagi fyrir
  fatlað fólk. Einnig var farið í þrjár vettvangsheimsóknir til að sjá aðbúnað og aðstæður
  þeirra sem tekið var viðtal við. Áhersla var lögð á að ná fram upplifun viðmælanda ásamt
  persónulegri þekkingu þeirra og reynslu.
  Niðurstöður rannsóknar gefa ágæta mynd af raunverulegri stöðu fatlaðs fólks þegar
  kemur að hreyfingu og líkamsrækt. Helstu hindranirnar þeirra eru aðgengi og viðhorf
  almennings. Þeir viðmælendur mínir sem stunda hreyfingu láta það þó ekki stoppa sig og
  upplifa ávinning hreyfingar og heilbrigðs lífernis. Fram kemur í svörum viðmælenda minna
  hvernig ávinningurinn hefur áhrif á sjálfsmynd þeirra og heilsu.

Samþykkt: 
 • 18.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18963


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA lokaritgerð prent.pdf818.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna