is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18965

Titill: 
  • Áhrif vinnslu tjörusands á efnahags-, umhverfis- og félagslega þætti sjálfbærrar þróunar : hvað orsakaði það að nýjar aðferðir við vinnslu jarðefnaeldsneytis hófust sem áður þóttu of kostnaðarsamar og hvaða afleiðingar hefur sú vinnsla haft í för með sér?
  • Titill er á ensku The impact of tar sands production on the economical, environmental and social factors of sustainable development : what caused the fact that new methods in fossil fuel production that used to be too expensive were taken in use and what consequences have followed?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður leitast við að svara því hvað orsakaði það að nýjar aðferðir við vinnslu jarðefnaeldsneytis hófust sem áður þóttu of kostnaðarsamar og hvaða afleiðingar hefur sú vinnsla haft í för með sér. Sérstök áhersla verður lögð á vinnslu olíu úr tjörusandi í Kanada og áhrif hennar á efnahags-, umhverfis- og félagslega þætti sjálfbærrar þróunar. Í upphafi er fjallað um hugtakið sjálfbæra þróun. Því næst er farið yfir sögu jarðefnaeldsneytis, bæði nýtingu og verðþróun. Í því samhengi verður fjallað um kenningar bandarísku jarðfræðinganna M. King Hubbert og Kenneth M. Deffeyes um hámarksframleiðslu á olíu (e. peak oil) og yfirvofandi olíuskort. Í framhaldi af því eru skilgreiningar á olíubirgðum skoðaðar og hvar í heiminum þær er að finna. Því næst eru þrjár nýjar aðferðir við vinnslu jarðefnaeldsneytis skoðaðar; vinnsla olíu með djúpsjávarborun, vinnsla gass setsundrun (e. fracking) og vinnsla olíu úr tjörusandi. Í lokakaflanum er fjallað um baráttu umhverfisverndunarsinna gegn neikvæðum áhrifum jarðefnaeldsneytisvinnslunnar og kannað hvort sú barátta hafi skilað einhverjum árangri. Helstu niðurstöður eru þær að farið var að nota nýjar aðferðir við jarðefnavinnsla vegna þess að olíuverð hækkaði og hefðbundnar olíulindir fóru þverrandi. Hærra olíuverð gerði það að verkum að nýju aðferðirnar urðu hagkvæmar. Hins vegar fylgja þeim gríðarlegar umhverfislegar afleiðingar, sem aftur skaða menn og vistkerfið í heild sinni. Þar sem gríðarlegt fjármagn er í orkuiðnaðinum á hann auðvelt með að hafa áhrif á yfirvöld. Því bendir allt til þess að iðnaðurinn fari stækkandi á kostnað umhverfisins.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18965


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð-Stella Sif Jónsdóttir[1].pdf8.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna