is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1897

Titill: 
 • Fjölmenningarlegir skólar í þremur löndum
Námsstig: 
 • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð fjallar um rannsókn sem gerð var í fjölmenningarlegum skólum í þremur löndum. Rannsakað var hvað einkenndi starf þessara skóla, hvernig þeir stæðu að fjölmenningarlegri menntun og móttöku og þjónustu við innflytjendur.
  Ritgerðin er 15 eininga lokaverkefni lögð fram til fullnaðar M.Ed.- gráðu í stjórnunarfræði menntastofnana við Kennaraháskóla Íslands. Tilgangurinn með henni er að afla frekari upplýsinga um fjölmenningarlegt skólastarf og kennslu innflytjendabarna í þeirri von að þær gagnist íslenskum skólum.
  Fræðileg þekking er sótt í námskeið í fjölmenningarfræðum í Kennaraháskóla Íslands, en þar fékk ég gott yfirlit yfir rannsóknarniðurstöður í fjölmenningarfræðum og kennslu innflytjendabarna í Bandaríkjunum, í Evrópu og á Íslandi. Rannsóknin er eigindleg og gagnasöfnun var þrenns konar, lestur opinberra gagna, viðtöl við starfsfólk skóla og foreldra og vettvangsathugun í skólunum.
  Rannsóknin leiddi í ljós að skólarnir eiga margt sameiginlegt. Nefna má faglega forystu reyndra skólastjóra, sem allir höfðu svipaða sýn á fjölmenningu. Skólabragurinn einkenndist af samstöðu meðal starfsfólks og hlýju viðmóti nemenda og kennara. Fjölmenningin er gerð sýnileg og virðing borin fyrir þjóðerni, tungumálum, trú og menningu. Skólarnir hafa forystu í samskiptum við foreldra og nota óspart túlka.
  Skólarnir hafa allir ráðið talsvert af tvítyngdu starfsfólki og þeir leggja áherslu á að mennta starfsliðið vel í fjölmenningarlegum fræðum og í kennslu tvítyngdra. Samvinnunám er vinsælasta kennsluaðferðin í skólunum og allir eru með mikla hópvinnu. Áhersla er á jákvæðan aga og starfsfólk hefur miklar væntingar til nemenda og leggur metnað í að byggja upp góðan bekkjaranda.
  Í skólunum er fastmótað og skilvirkt móttökukerfi fyrir innflytjendabörn og öflug stoðþjónusta, þar sem sérmenntað starfsfólk veitir ráðgjöf til annarra starfsmanna ásamt því að kenna. Aðeins einn skólanna, Dalry Primary, býður upp á kennslu í móðurmáli innflytjendabarna, en allir eiga skólarnir þá sameiginlegu ósk að geta veitt þeim kennslu í sínu móðurmáli.
  Lykilorð: Innflytjendur, fjölmenning.

Athugasemdir: 
 • M.Ed. í stjórnunarfræði menntastofnana
Samþykkt: 
 • 15.9.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1897


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni Þórodds Helgasonar.pdf552.48 kBLokaðurHeildartextiPDF