is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18979

Titill: 
  • Námskeið fyrir verðandi leiðbeinendur í hópastarfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Námskeið fyrir verðandi leiðbeinendur í hópastarfi er afurð 10 ára reynslu og þekkingaröflunar höfundar á viðfangsefninu í gegnum þátttöku í hópastarfi, sem leiðbeinandi í hópastarfi og í gegnum námið. Markmið námskeiðsins er að opna fyrir þekkingu og upplýsingar er varða hópastarf og veita nýjum leiðbeinendum í hópastarfi nauðsynlega færni og þekkingu til að takast á við að vera leiðbeinandi í hópastarfi. Það getur hver sem er byrjað hópastarf. Það krefst lítil annars en viljans til þess auk einstaklinga sem geta kallað sig hóp. Það er þó mikilvægt að vita hvað á að gera með hópinn þegar hann er kominn saman. Góður leiðbeinandi veit hvernig best er að vinna með mismunandi einstaklinga, fá þá til að setja sér markmið og vinna að þeim sem og læra af því því sem gerist í hópnum. Þessi þekking sem góður leiðbeinandi þarf að búa yfir er því miður ekki aðgengileg öllum. Markmið greinargerðarinnar er að fjalla um kenningasmiði og hugtök sem nýtast verðandi leiðbeinendum í hópastarfi og eru notuð í námskeiðinu sjálfu sem og leiðarbók námskeiðsins. Þörf á námskeiði fyrir leiðbeinendur er alltaf að aukast. Til dæmis eru starfsmenn félagsmiðstöðva beðnir um að stýra hópum og hópastarfi án þess að hafa næga þekkingu til að vinna markvisst með hópana. Til að mæta þessari þörf hef ég útbúið leiðarbók fyrir verðandi leiðbeinendur í hópastarfi og er langt kominn með námskeið fyrir verðandi leiðbeinendur í hópastarfi.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18979


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Leiðarbók fyrir verðandi leiðbeinendur í hópastarfi.pdf1.85 MBLokaður til...07.05.2024Leiðarbók fyrir verðandi leiðbeinendur í hópastarfiPDF
Námskeið fyrir verðandi leiðbeinendur í hópastarfi.pdf526.08 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna