Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/18981
Viðfangsefni ritgerðarinnar sem hér er til umfjöllunar er börn á gráu svæði og gildi snemmtækrar íhlutunar. Þetta rit er heimildarritgerð og var efni hennar fundið með leit á fræðilegum heimildum og umfjöllun í fjölmiðlum skoðaðar með réttindi barna að leiðarljósi. Tvær íslenskar rannsóknir hafa fjallað um þennan hóp barna og má sjá í fjölmiðlum aukna umfjöllun um börn á gráu svæði síðustu ár. Bæði í rannsóknunum og fjölmiðlum má sjá að hópurinn á erfitt uppdráttar í skóla vegna vandamála, bæði tengt náminu og félagslega. Þá eiga börnin einnig sameiginlegt að vera ekki með greiningu og því fylgir þeim ekki fjármagn til skólans. Þá er komið inná í umræðu mikilvægi snemmtækrar íhlutunar fyrir börn á gráu svæði þar sem rannsóknir hafa sýnt að því fyrr sem byrjað er með íhlutun því betri árangri nær einstaklingurinn. Í umræðu ritsins má einnig sjá hvernig skólakerfið virðist mismuna börnum með því að bjóða sumum aðstoð á meðan önnur börn fá hana ekki. Er það ekki í takt við menntastefnu landsins sem leggur áherlsu á að komið er til mót við börn á einstaklingsmiðaðan hátt. Réttindi barna leggja einnig sömu áherslu á að komið sé til móts við barnið og hindranir í samfélaginu ruddar úr vegi til að auka lífsgæði þeirra en börn á gráu svæði virðast ekki njóta þessa réttar í skólakerfinu.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Börn á gráu svæði og gildi snemmtækrar íhlutunar- Hanna og Þórdís.pdf | 621,83 kB | Open | Heildartexti | View/Open |