Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18985
Sundmenning á Íslandi er mikil og eru því forvarnir gegn drukknunum mjög mikilvægur liður. Reglugerðir baðstaða kveða á um að börn yngri en 10 ára skuli ekki veittur aðgangur að sundstað nema í fylgd með fullorðnum, og eins kveður Aðalnámskrá grunnskóla á um að börn sem ljúka 4.bekk skuli hafa náð ákveðnum stigum í sundi. Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvort að börn sem mega fara ein í sund séu í raun og veru synd þar sem reglugerð og Aðalnámskrá kveða á um að því stigi ættu þau að hafa náð. Könnunin var gerð á 133 nemendum í 4 mismunandi skólum. Nemendur þurftu að synda 200 metra sund, þar af 50 metra á baksundi. Þeir töldust ekki syndir ef þessum skilyrðum var ekki náð. Niðurstöður mælinganna voru síðan unnar í Microsoft Excel. Niðurstöður sýndu að 86% 11-12 ára skólabarna í íslenskum grunnskólum töldust synd. 14% þeirra töldust ekki nægilega synd. Ástæður fyrir mismunandi sundgetu barnanna eru margvíslegar. Dæmi er um börn með þroskafrávik og þroskahamlanir, vatnshræðslu og börn sem mættu illa í sundkennslu. Að öðru leyti voru ástæður fyrir misgóðri sundgetu barnanna óljósar. Miðað við þessar niðurstöður þyrftu foreldrar og forráðamenn að vera vel vakandi þegar þau senda börnin sín ein í sund. Vert væri að kanna stöðuna enn frekar, og eins ástæður á bak við slaka sundgetu barnanna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni í íþrótta- og heilsufræði.pdf | 925.49 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |