is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18987

Titill: 
  • Börnin á brúninni : börn og unglingar með skerðingu og fíknivanda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni þessa verkefnis er að beina sjónum að börnum og unglingum með skerðingu og fíknivanda. Lögð verður áhersla á að greina vandann og finna úrræði sem hentar fyrir þann hóp barna sem eru með fjölþætta skerðingu og fíknivanda ásamt því að kynna málaflokk fatlaðs fólks, barnaverndina og félagsþjónustuna en það eru þau kerfi sem bera ábyrgð á, lögum samkvæmt, þjónustu við þessi börn. Í rannsókninni var rætt við sex einstaklinga sem allir koma að vinnu með börnum sem eiga við fjölþættan vanda að stríða. Í viðtölunum koma fram sjónarhorn þeirra á vandann og tillögur að úrræðum.
    Markmið verkefnisins var tvíþætt, í fyrsta lagi að skoða hvaða úrræði eru í boði fyrir börn og unglinga með skerðingu og fíknivanda og í öðru lagi hvað árangursríkt úrræði þarf að innihalda. Til þess að öðlast betri skilning á þjónustuþörfum þessara barna skoða ég málaflokk fatlaðs fólks, barnaverndina og félagsþjónustuna með mannréttindi og barnasáttmálann að leiðarljósi. Þetta geri ég til þess að auka trúverðugleika rannsóknarinnar, bæði hvað snertir framkvæmd hennar og úrvinnslu.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að börn og unglingar með fjölþætta skerðingu og fíknivanda þurfa á þjónustu beggja kerfa að halda, það er þjónustukerfi fatlaðs fólks og frá barnaverndinni. Lykilatriði er að sú þjónusta sé samþætt og þverfagleg. Fjölþætti vandinn er of víðtækur og þjónustuþarfir þeirra of flóknar til þess að annað af þessum kerfum geti eitt borið ábyrgð á þeim. Skólakerfið á stóran þátt í lífi barnanna en flest öll hafa þau brennt sig þar og orðið útundan. Skólinn hefur gefist upp á þeim og þau á skólanum. Skóli án aðgreiningar, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar, virðist ekki vera að ganga upp með þeim hætti sem hann er í dag. Meðferðarheimilin, að mati þeirra sem best þekkja til, eru ekki með þekkingu til þess að taka við börnum með fjölþættan vanda því starfshópur þeirra er einungis í stakk búin til þess að takast á við hegðunar- og fíknivanda sem endurspeglar megin markhóp meðferðarheimilanna. Niðurstöður gefa jafnframt til kynna að umrædd þjónustukerfi, það er málaflokkur fatlaðs fólks, barnaverndin og félagsþjónustan, eru ekki að vinna nægilega vel saman til þess að taka á vandanum heldur er börnunum sem eru með þennan fjölþætta vanda kastað á milli kerfa endalaust. Lausnina er vel hægt að finna, það vantar þó allan vilja í þjónustukerfin.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18987


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Börnin á brúninni.-BA LOKAUTGAFA.pdf690,67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna