en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/18989

Title: 
  • Title is in Icelandic Hugtakaleikur
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Fjölbreyttar kennsluaðferðir eru mikilvægar í kennslu og þá sérstaklega á grunnskólastigi til að viðhalda áhuga nemenda. Stærðfræðikennsla hefur almennt verið fremur einhæf og fannst mér vanta nýjar aðferðir við stærðfræðikennslu. Af því tilefni velti ég því fyrir mér hvernig væri unnt að gera stærðfræðikennsluna fjölbreyttari og líflegri og fékk þá hugmynd að leik með stærðfræðihugtök. Leikurinn felst í að túlka stærðfræðihugtök í gegnum leik, þannig vinna nemendur á sama tíma með stærðfræði og leikræna tjáningu og læra í gegnum leik. Þeir læra að beita líkamanum og yfirfæra þekkingu sína og fá fræðslu í formi skemmtunar.
    Leikurinn gefur nemendunum nýja sýn á hugtökin og bætir nýrri þekkingu við þá fyrri.Við prófun leiksins voru valin hugtök úr námsbókum 1. - 7. bekkjar og voru aðeins tekin hugtök sem hentuðu til hlutverkaleiks. Leikurinn var svo prófaður með nemendum úr 5. og 6. bekk. Niðurstöður sýndu að nemendurnir höfðu mismikinn skilning á hugtökunum en þó sýndu yngri nemendurnir meiri skilning á hugtökunum en þeir eldri. Leikurinn vakti mikinn áhuga meðal nemenda og vildu þau ólm fara í hann aftur.

Accepted: 
  • Jun 18, 2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18989


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Hugtakaleikur.pdf626.86 kBOpenHeildartextiPDFView/Open