is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18990

Titill: 
  • Hlýnun á norðurheimskautssvæðinu : ástæður og afleiðingar loftslagsbreytinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um stærsta vanda sem norðurheimskautssvæðið stendur frammi fyrir í dag en það eru loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar. Þessi fyrirbæri hafa haft mikil áhrif á norðurheimskautssvæðið og allt það líf sem þarf þrífst. Svæðið er einstakt, þar er að finna stórkostlega náttúru og dýraríki sem hvergi í heiminum á sér samstæðu.
    Loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar er vandamál sem snertir okkur öll og þess vegna er mikilvægt að leggja okkar að mörkum til að sporna við þessum breytingum og bjarga því sem hægt er að bjarga. Mér finnst sérstaklega mikilvægt að sem flestir átti sig á því hversu alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga eru, ef til vill myndu þá fleiri leggja sitt af mörkum til að sporna við þessum hröðu breytingum sem eiga sér stað af völdum þeirra.
    Ritgerð þessi ætti að gefa lesanda góða hugmynd um það hvað er að gerast á norðurheimskautssvæðinu og hvað framtíðin felur í sér fyrir lífríki á svæðinu ef allt helst óbreytt. Vonandi fær þessi ritgerð einhvern til að víkka hugsun sína um efnið og einbeita sér að því að vera áhrifavaldur og gera sitt besta í að breyta heiminum. Margt smátt gerir eitt stórt.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18990


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hlýnun á norðurheimskautssvæðinu.pdf979.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna