is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18992

Titill: 
  • Klæðaburður og sjálfstæði kvenna á fyrri hluta 20. aldar : mikilvægi kynjafræðslu í grunnskólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsóknarritgerð er tískusagan skoðuð og hún tengd við Aðalnámskrá grunnskólanna. Unnið er eftir fjórum rannsóknarspurningum; Hvernig breyttist kventískan í takt við aukið sjálfstæði kvenna á fyrri hluta 20. aldar? Hvernig fléttast grunnþættir aðalnámskrárinnar inní kennslu tískusögunnar? Hvers vegna er kynjafræðsla mikilvæg í grunnskólum? Hvernig er hægt að nota tískusöguna sem hjálpargagn í kynjafræðslu? Tískusagan er skoðuð til hlýtar í tengslum við stöðu og sjálfstæði kvenna í samfélaginu hverju sinni. Tískusaga fyrri hluta 20. aldar er skoðuð og seinni hluti 19. aldar er einnig skoðaður gróflega til samanburðar. Því næst er skoðað hvernig hægt er að tengja tískusöguna við kennslufræði og er það skoðað útfrá grunnþáttum aðalnámskrárinnar. Að lokum er fjallað um það hvers vegna kynjafræði á heima í grunnskólum og hvernig má nota tískusöguna sem kennsluefni í kynjafræði. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru meðal annars að tískan tekur verulegt mið af félagslegri- og samfélagslegri stöðu kvenna. Einnig má sjá að tískusagan fellur vel að nýju aðalnámskránni og má tengja hana bæði við grunnþætti aðalnámskrárinnar og hæfniviðmið í textílmennt. Að lokum kom í ljós að kynjafræði á mikið erindi inn í grunnskólana því enn hefur ekki fullu jafnrétti kynjana verið náð og getur tískusagan verið góð leið til að kenna nemendum um jafnrétti og kynjafræði.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18992


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð - Hekla Jónsdóttir.pdf37.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna