is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/190

Titill: 
  • Þátttaka barna og unglinga með hreyfihömlun og hreyfiþroskaröskun í frístundum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er heimildasamantekt með nýsköpun sem felur í sér að kanna þátttöku barna með hreyfihömlun og hreyfiþroskaröskun. Tilgangur verkefnisins er að draga saman niðurstöður rannsókna á því hvernig börn og unglingar á aldrinum 6-16 ára með hreyfihömlun og hreyfiþroskaröskun verja frístundum sínum. Jafnframt er leitast við að skilgreina þá þætti sem hafa hvað mest áhrif á þátttöku barnanna í frístundum og þá sér í lagi þætti tengda umhverfinu. Við vinnslu heimildasamantektarinnar kom í ljós að lítið er um rannsóknir um þátttöku barna og unglinga í frístundum. Þetta er athyglisvert í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað innan iðjuþjálfunar undanfarin ár og felur meðal annars í sér áherslu er á þátttöku, félagsleg tengsl, virkni og vellíðan barna og ungmenna. Niðurstöður rannsókna voru að mestu fengnar erlendis frá en leitað var heimilda í fræðibókum, fræðiritum og á veraldarvefnum. Niðurstöður heimildasamantektarinnar sýna að börn og unglingar með hreyfihömlun og hreyfiþroskaröskun hafa sömu áhugamál og aðrir jafnaldrar en aðstæður í nánasta umhverfi þeirra geta hindrað þátttöku þeirra, s.s. afstaða fjölskyldunnar og barnsins sjálfs, aðgengi og jafnframt hvaða úrræði eru tiltæk hverju sinni. Líkamleg geta einstaklingsins og færni til tjáskipta hefur hvað mest að segja varðandi hve mikið og hve oft þau taka þátt í athöfnum sem veita þeim félagsleg tengsl. Jafnframt sýna niðurstöður að leggja þarf aukið vægi á þátttöku barna í skipulögðum og frjálsum athöfnum og þá sérstaklega finna leiðir til að efla félagsfærni barnanna og hvetja þau til tómstundaiðkunar með því að markmiði að auka þátttöku þeirra, vellíðan og vinatengsl. Til að slíkt geti gerst er mikilvægt að breyta viðhorfi samfélagsins til barna og unglinga með hreyfihömlun. Og hvar er betra að byrja en í skólum þar sem þau eyða stórum hluta dagsins.
    Lykilhugtök: Frístundir, þátttaka, börn og unglingar, hreyfihömlun, hreyfiþroskaröskun

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/190


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
thatttakabarna.pdf170.75 kBTakmarkaðurÞátttaka barna og unglinga með hreyfihömlun og hreyfiþroskaröskun í frístundum - heildPDF
thatttakabarna_u.pdf50.12 kBOpinnÞátttaka barna og unglinga með hreyfihömlun og hreyfiþroskaröskun í frístundum - útdrátturPDFSkoða/Opna