Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19000
Í viðamikilli úttekt NRP (National Reading Panel, 2000) á ólíkum aðferðum í lestrarkennslu kom í ljós að sumir þættir skila meiri árangri en aðrir. Rannsóknir hafa einkum beinst að fjórum þáttum lestrarkennslu: Stafa- og hljóðaþekkingu, hraða og öryggi, lesskilning (orðaforða og textaskilningi) og menntun kennara. Um og eftir aldamótin var í þróun hér á landi ný aðferð við lestrarkennslu, Byrjendalæsi, sem í mörgu er frábrugðin hefðbundinni hljóðaaðferð. Byrjendalæsi hefur verið tekið upp í allmörgum skólum án þess að beinlínis hafi verið metið hvort aðferðin skilar árangri.
Megintilgangur verksins er að leita svara við því hvernig kennsluaðferðin Byrjendalæsi fer eftir ráðleggingum NRP um árangursríkar leiðir til að nemendur geti þróað með sér sjálfstæðan lestur. Í ljós kemur að Byrjendalæsi tekur á öllum meginþáttum: Unnið er sérstaklega með hljóð og bókstafi, hraði og öryggi fæst með endurteknum lestri upphátt fyrir foreldra, unnið er með texta í samhengi og einstök orð skýrð, og lögð er áhersla á endurmenntun kennara og hlutverk leiðtoga í skólunum. Sýnt er fram á að vönduð og fagleg vinnubrögð kennara við lestrarkennslu eru mikilvæg fyrir velgengni barna í lestrarnámi. Ekki hefur tekist að benda á eina kennsluaðferð sem rétta til að kenna lestur en sýnt hefur verið fram á fjölbreyttar leiðir til að bæta lestrarkennslu og þjálfa árangursríka þætti til að ná árangri.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Didda og Guðrún - BE.d ritgerð - Byrjendalæsi.pdf | 879,54 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |