Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19002
Í þessari BS ritgerð er fjallað um næringu barna og unglinga og þá fræðslu sem þeim stendur til boða um næringu og hollustu. Ritgerðin er heimildaritgerð og skoðaðar eru rannskóknir sem gerðar hafa verið á mataræði barna og unglinga á Íslandi undanfarin ár og jafnframt þær ráðleggingar sem gefnar hafa verið út um mataræði fyrir þennan hóp. Fjallað er um þá þekkingu sem börn og unglingar fá í skólakerfinu, nærumhverfi sínu, frá þjálfurum og íþróttafélögum og úr hinum ýmsu samfélagsmiðlum. Gæði og áhrif fræðslunnar eru skoðuð og sagt frá nokkrum verkefnum sem sett hafa verið á laggirnar til að auka heilbrigði barna og unglinga. Fram kemur að fræðsla barna og unglinga og einnig foreldra er ákaflega mikilvæg til að stuðla að heilbrigðum lífsháttum til framtíðar. Foreldrar og nærumhverfi barna og unglinga virðist hafa einna mest áhrif á þekkingu og venjur og einnig spila íþróttafélögin og samfélagsmiðlar stórt hlutverk. Í ljósi þess má ætla að ekki sé alltaf um nægilega faglegar upplýsingar að ræða. Þó svo að unglingar telji sig hafa þekkingu á hollu mataræði, hafa þeir tilhneigingu til að fara ekki endilega eftir því en líkur á að þau fylgi ráðleggingum aukast með aldrinum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð, Laufey.pdf | 790,89 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |