is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > Dip Iðn- og tæknifræðideild / Department of Applied Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19006

Titill: 
  • Skálagatapressa
Námsstig: 
  • Diplóma bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Verkefnið fjallar um að auka rekstraröryggi lyftara sem notaður er á vinnusvæði Norðuráls á Grundartanga, inn í steypuskála fyrirtækisins. Til þess að auka rekstraröryggi lyftarans er hannaður búnaður sem vinnur verk sem lyftarinn er notaður í en hentar ekki fyrir.
    Starfsmenn steypuskálans vinna á þessum lyftara m.a. við að losa efni úr skálum sem skafið er úr biðofnunum eftir að þeir hafa verið fylltir. Þá eru óhreinindi skafin ofan af álinu og til verður það sem kallað er dross. Eftir að drossið hefur farið ofan í skálarnar er það pressað og látið kólna og til verður það sem í daglegu tali er kallað drosskaka eða bara kaka. Því næst er kakan kæld því að taka skálarnar upp með lyftaranum og hvolfa úr þeim í sérstaka kælikassa. Þetta tekst ekki alltaf því að ál vill storkna fast í drengötum sem eru á botni skálanna og eru þrjú talsins (sjá mynd 8). Þá grípa lyftaramennirnir til þess ráðs að hrista skálarnar upp og niður með lyftaranum sem veldur ómældu álagi á gálga og vökvakerfi hans. Afleiðingarnar eru tíðar bilanir á lyftaranum.
    Í verkefninu eru skoðaðar nokkrar lausnir á þessu vandamáli. Sú álitlegasta er svo valin og búnaður til að hreinsa úr götunum hannaður: Skálagatapressa sem notar tjakka til að þrýsta storknuðu áli úr drengötunum.

Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19006


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ásgeir Kristinsson lokaverkefni í Iðnfræði 27.05.vor 2014með teikningum.pdf2.85 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna