Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19008
Í ritgerðinni var leitast við að kanna hvaða rétt foreldrar eiga til bóta og trygginga og með hvaða hætti þessi réttur er tryggður. Auk þess var kannað hver þjónustuúrræði foreldra fatlaðra barna eru.
Unnið var út frá fræðilegum heimildum, mannréttindasáttmálum og hugmyndafræðum innan fötlunarfræði.
Réttindi foreldra fatlaðra barna eru víða tryggð, í mannréttindasáttmálanum og lögum og reglugerðum. Mannréttindi leggja ákveðnar skyldur á ríkið, sem ber að tryggja ákveðin lífsgæði fyrir borgarana með sérstökum aðgerðum. Það er mikilvægt að réttur foreldra til bóta sé skýr, þar með eru lífsgæði fjölskyldunnur aukið og foreldrarnir geta átt fleiri gæðastundir með barni sínu.
Þjónustuúrræði foreldra fatlaðra barna eru mörg og leitast er við að tryggja barninu og foreldrum þess sem bestu lífsgæði.
Það er mikilvægt að foreldrar fatlaðra barna hafi heildarsýn yfir réttindi sín. Yfirleitt er gerð krafa um að barnið hafi fengið greiningu til þess að það geti fengið þjónustu og horft er framhjá þeirri heildræni þörf sem börnin og fjölskyldur þeirra þurfa.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ba.Ritgerð_Kolbrún_Reynisdóttir.pdf | 576.52 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |