is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19009

Titill: 
  • Eigum við að lesa? : áhrif foreldra ungra barna á undirstöðuþætti læsis, lestrarferlið og viðhorf barna til lesturs.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lokaverkefni þetta er fræðileg ritgerð, rituð með fræðslu til foreldra í huga. Viðfangsefni ritgerðarinnar er þríþætt: Í fyrsta lagi að miðla til foreldra hvað felst í hugtökunum læsi og bernskulæsi. Í öðru lagi verður rýnt í undirstöðuþætti læsis og í þriðja lagi er hlutverk foreldra skoðað, þau áhrif sem þeir geta haft á undirstöðuþættina og viðhorf barna til lesturs. Höfundum verksins þykir mikilvægt að foreldrar séu vel upplýstir um lestrarferlið og tengda þætti þess svo að þeir geti stutt börn sín á meðvitaðan hátt í lestrarferlinu. Þessi vitneskja er foreldrum ekki meðfædd og því er það í höndum leik- og grunnskólakennara að miðla til þeirra fræðslu. Einnig telja höfundar brýnt að foreldrar sé meðvitaðir um þau áhrif sem þátttaka þeirra og viðhorf til lesturs hefur á börn þeirra og viti með hvaða hætti þeir stuðla að góðum grunni hjá börnum sínum þegar þau hefja grunnskólagöngu sína. Höfundar öfluðu sér fræðilegra heimilda um efni ritgerðarinnar í bókum, rannsóknum og greinargerðum.

Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19009


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed. ritgerð skil..pdf839.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna