is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1901

Titill: 
  • Lestrarnám og snemmtæk íhlutun : fyrirbyggjandi aðferðir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um snemmtæka íhlutun í lestri, en snemmtæk íhlutun er aðgerð sem notuð er til að hjálpa einstaklingi að bæta það sem hann á erfitt með. Rannsóknir sýna að með snemmtækri íhlutun má draga úr og fyrirbyggja frekari vandamál. Í ritgerðinni var komið inn á þætti sem nýtast vel við undirbúning fyrir formlega lestrarkennslu en góður lestrarundirbúningur er oftast ávísun á gott gengi í lestri. Fjallað var um hvernig lestur þróast og einkennum lestrarerfiðleika lýst. Forspárþættir geta sagt til um það hvaða börn það eru sem koma til með að eiga í erfiðleikum í lestri og voru helstu atriði þeirra dregin fram í ritgerðinni. Komið er inn á gildi góðrar og skipulagðar kennslu en það eru þættir sem skipta miklu máli í snemmtækri íhlutun. Í ritgerðinni var fjallað um þá grunnþætti sem verða að vera til staðar í lestrarkennslu. Einnig var komið inn á samstarf foreldra og kennara og atriði dregin fram sem geta hjálpað foreldrum að taka þátt í lestrarnámi barna.
    Leitast var við að svara spurningunni: Hvernig getur kennari tekist á við vandamál tengd lestri hjá nemendum sínum og hvernig er hægt að fyrirbyggja frekari vandamál ? Það er hægt að svara þessari spurningu á margan hátt, en með því að skipuleggja sig rétt, meta stöðu nemenda og vinna með þætti sem einstaklingur svarar illa þá getur kennarinn komið í veg fyrir að nemendur dragist alvarlega aftur úr í lestri. Til þess þarf kennarinn að búa yfir góðri þekkingu á lestrarþróun og einkennum lestrarerfiðleika. Kennarinn þarf einnig að þekkja góðar aðferðir til að skipuleggja kennslu með ólíkum einstaklingum í. Niðurstaðan er sú að með vandaðri og markvissri einstaklingsmiðaðri kennslu á að vera hægt að kenna öllum börnum að lesa. Til þess þarf kennarinn að þekkja þarfir nemenda vel og hafa virkan áhuga á því að gera kennsluna sem áhrifaríkasta svo öll börn fái að njóta sín.
    Lykilorð: Lestrarnám, snemmtæk íhlutun.

Athugasemdir: 
  • Grunnskólabraut
Samþykkt: 
  • 16.9.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1901


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni til B.Ed - profs.pdf350.63 kBOpinnHeildartexti PDFSkoða/Opna