is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19012

Titill: 
 • Spjaldtölvur í stærðfræðikennslu á yngsta stigi grunnskóla
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi er heimildaritgerð sem unnin var upp úr fræðilegum ritum, upplýsingum af vefsíðum og ýmsu öðru efni sem nýttist til að leita svara við rannsóknarspurningum. Einnig var tekið viðtal við fulltrúa úr þremur grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu í þeim tilgangi að fá innsýn í hvernig spjaldtölvur eru notaðar í kennslu við skólana.
  Markmiðið með ritgerðinni var að skoða þá möguleika sem spjaldtölvur bjóða upp á í skólastarfi, hvernig kennslu sé háttað og hvað megi gera betur. Í ritgerðinni er sérstaklega skoðað hvernig nýta má spjaldtölvur í stærðfræðikennslu á yngsta stigi grunnskóla. Þegar spjaldtölvum er beitt við stærðfræðikennslu á yngsta stigi fléttast leikur oft inn í kennsluna og er leiknum því líka gerð ákveðin skil í ritgerðinni.
  Fjöldinn allur af smáforritum eru til fyrir stærðfræðikennslu og er fjallað um nokkur forritanna sem mest voru notuð í þeim skólum sem heimsóttir voru. Spjaldtölvur má þó nota á ýmsan annan máta en í gegnum smáforrit og leiki. Spjaldtölvur geta nýst vel í vinnu úti á vettvangi, sem hjálpargögn eða almennt vinnutæki, svo dæmi sé tekið.
  Von mín er sú að lestur á þessari ritgerð veki meiri áhuga á notkun á spjaldtölvum í stærðfræðikennslu fyrir ólíka hópa nemenda og á fjölbreyttari hátt en nú er gert.

Samþykkt: 
 • 19.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19012


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Spjaldtölvur í stærðfræðikennslu á yngsta stigi grunnskóla.pdf736.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna