Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19016
Þetta lokaverkefni í grunnskólakennarafræði fjallar um notkun leiklistar í tungumála-kennslu, þá aðallega dönskukennslu. Greinargerðin ber nafnið Leiklistin fær okkur til að tala – Notkun leiklistar í dönskukennslu. Greinargerðin skiptist í tvo hluta, í þeim fyrri er skyggnst inn í sögu dönsku og dönskukennslu á Íslandi og hvað nemendur vilja helst læra í dönsku og tjáskiptamiðaðri tungumálakennslu gerð skil. Seinni hlutinn snýr að leiklistinni og notkun hennar í kennslu, þar sem talað er um listþörf mannsins og hugtökunum leikræn tjáning og leiklist í kennslu gerð skil. Litið er á skoðanir fræðimanna um kosti þess að nota leiklist í kennslu og fjallað sérstaklega um kosti þess að nota leiklist í tungumála-kennslu. Greinargerðin er fræðilegur stuðningur við kennsluverkefnið Við erum öll farsæl – Notkun leiklistar í dönskukennslu og á að sýna fram á tilgang og möguleika þess. Þema kennsluverkefnisins eru orðin succes (góður árangur) og succesfuld (farsæll/farsæl). Leiklistin er notuð á fjölbreyttan hátt til að opna augu nemenda fyrir því að allir eru farsælir á sinn hátt um leið og ýtt er undir færni þeirra í að tala dönsku. Kennsluverkefnið nær yfir 10-11 kennslustundir. Kennsluverkefnið veitir vonandi dönskukennurum sem og öðrum tungumálakennurum hugmyndir að því hvernig hægt sé að nýta leiklist í kennslu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Kristín Ýr - Greinargerð.pdf | 692,62 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Kristín Ýr - Námsefni.pdf | 625,48 kB | Opinn | Kennsluverkefni | Skoða/Opna |