en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Iceland University of the Arts > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/19018

Title: 
  • Title is in Icelandic Myndlykill alkemíunnar : Fjallið helga eftir Alejandro Jodorowsky og myndlæsi dulvitundarinnar
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Fjallið helga (La Montaña Sagrada, 1973) eftir leikstjórann Alejandro Jodorowsky er kvikmynd sem ætlað er að hrista upp í sálarlífi áhorfandans. Í þessari ritgerð er leitast við að skoða myndina frá sjónarhorni svissneska sálgreinisins Carl Jungs og kanna hvernig táknmyndir úr djúpum brunni hermetískrar alkemíu, sem eiga sér hliðstæður í frumlægum myndum innan sammannlegrar dulvitundar alls mannkyns, eru notaðar til að valda skynhrifum. Hér er varpað ljósi á hvaða hugmyndir Jodorowsky nýtir sér í verkinu og hvernig myndrænar framsetningar sem þar birtast eru hlaðnar merkingu og miðla skilaboðum til áhorfandans á sama tíma og þær þenja mörk hefðbundinna tjáskipta. Til þess er farið yfir hugmyndir sjónmenningarfræða sem leitast við að greina sjónræna menningu og velta fyrir sér stigsmuni orðs gagnvart mynd, en Fjallið helga fer sparlega með talað mál en er þeim mun ríkara af myndmáli. Táknfræðin, sem komin er af formgerðarstefnu málvísindanna, leitast við að kanna samband formgerðar og merkingar til að greina eðli táknmynda og hafa þær kenningar verið yfirfærðar á kvikmyndir til að varpa ljósi á eiginlegt „tungumál“ þeirra. Hugmyndir sovéska kvikmyndaleikstjórans Sergei Eisenstein kemur við sögu en hann leit á kvikmyndalist sem verkfæri til að hafa bein áhrif á áhorfandann. Þannig leitaðist Eisenstein við að skilyrða viðbrögð áhorfandans með því að skapa merkingu með árekstrum táknmynda á svipaðan hátt og Jodorowsky gerir dulvitundina að sérsviði sínu og sendir henni skilaboð sem bíða vitrænnar úrvinnslu í efri lögum hugans; hinni eiginlegu meðvitund. Sjálfsmeðvitund um sjónina, augað og ímyndina veitir okkur innsýn í auðugan táknheim sem hefur æ meira vægi í margbreytileika nútímans. Myndlæsi er háð þekkingu okkar og reynsluheimi, og hafi maður sögulega þekkingu og skilning á táknmyndum, stendur maður betur að vígi við að túlka sjónrænt áreiti, og er á sama tíma margfalt öflugri við að beita því.

Accepted: 
  • Jun 19, 2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19018


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Myndlykill_alkemiunnar_IKS.pdf1.89 MBOpenHeildartextiPDFView/Open