Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19022
Í þessu lokaverkefni verður fjallað um hvernig menntun getur eflt fátækt fólk og fátækt samfélag til velmegunar. Byrjað verður á því að skilgreina hugtakið fátækt samfélag og hvernig samkvæmt því má draga línu á milli fátæktar og velmegunar. Næst verða skoðuð áhrif fátæktar á einstaklinga með tilliti til þroska þeirra í uppvexti, uppeldishlutverk foreldra, heilsufar fjölskyldna og fjölskyldulífið allt. Því næst verður skoðað hvað felst í samfélagslegri tilveru einstaklingsins og hvernig efling samfélagsins styður við velferð hans og öfugt. Hvernig menntun í heilsulæsi getur eflt einstaklinga til sjálfstrausts og upplýsts vals á lífsstíl. Hvernig menntun við erfiðar aðstæður fátæktar eflir einstaklinga og fjölskyldur og samfélagið í heild.
Markmið þessarar ritgerðar er að sýna fram á hversu mikilvæg menntun er fyrir öll samfélög og þá sérstaklega í eflingu fátæks samfélags í þeim tilgangi að útrýma sárustu fátæktinni fyrir fullt og allt.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Úr vítahring fátæktar_Að mennta fólk og samfélag til velferðar_word.pdf | 915,08 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |