is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19025

Titill: 
  • Hönnun myndasagna : grafísk hönnun í myndasögum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Myndasögur og grafísk hönnun eru nátengdir miðlar. Myndasöguhöfundar og teiknarar þurfa að hanna sögurnar sem þeir búa til. Grafísk hönnun er hönnun á tvívíðum fleti, fræði sem felast í því að koma skilaboðum á framfæri. Grunnur myndasagna felst einnig í að koma skilaboðum á framfæri. Grafísk hönnun og myndasögur eru form af sjónrænni miðlun því allar upplýsingar koma fram í myndum og texta. Tólin til þess að miðla eru umbrot, letur, hrynjandi, tákn, andstæður og myndbygging en þau má finna í báðum miðlum. Þau eru notuð til þess að auðvelda lesandanum að skilja skilaboðin sem koma þarf á framfæri. Til þess að styðja mál mitt notast ég við viðtal sem ég tók við Atla Hilmarsson grafískan hönnuð og fræðibækur um myndasögur eftir Scott McCloud og Will Eisner myndasögugerðarmenn. Einnig tek ég dæmi úr ólíkum myndasögum og nota þau til þess að styðja mál mitt enn frekar. Ásamt því að fara í gegnum þessi fræði er einnig fjallað um stöðu myndasögunnar í samanburði við kvikmyndir, bækur og almennar listir ásamt stöðu hennar í vestrænu samfélagi. Hugtakið grafísk hönnun er skilgreint og nýtt til þess að varpa skýrara ljósi á myndasöguna. Í niðurstöðum ritgerðarinnar er gert grein fyrir því að myndasögur eigi margt sameiginlegt með grafískri hönnun og það sé auðveldlega hægt að skilgreina þær sem hluta af grafískri hönnun. Sú niðurstaða grefur engu að síður undan myndasögum sem miðli þar sem þær eru sérstakt form tjáningar og ekki er hægt að finna sambærilegt form frásagnar í neinum öðrum miðli.

Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19025


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Júlíus Valdimarsson_lokaritgerð.pdf3.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna