is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19026

Titill: 
  • Áhrif FATCA á íslensk fjármálafyrirtæki
  • Titill er á ensku The Impact of FATCA on Icelandic financial institutions
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á hvað íslensk fjármálafyrirtæki þurfa að gera til þess að innleiða verklag vegna nýrrar bandarískrar skattalöggjafar að nafni FATCA. Í rannsókn þessari er reynt að svara hvaða áhrif FATCA hefur á íslensk fjármálafyrirtæki og reynt að finna út hagnýtar lausnir og gefa góð ráð fyrir aðila sem vinna að því að setja upp nýtt verklag varðandi FATCA á Íslandi. Einnig er reynt að benda á lausnir sem hægt er að skoða til þess að einfalda það ferli sem á sér stað við innleiðingu á þessari nýju aðferðarfræði. Niðurstöður eru settar fram í kjölfar viðtals við viðmælanda sem er sérfræðingur í innleiðingu á FATCA og hefur unnið að þessum málaflokki frá stofnun þess. Sá hefur meðal annars unnið að innleiðingu FATCA hjá sænskum fjármálafyrirtækjum og jafnframt verið ráðgjafi fyrir önnur erlend fjármálafyrirtæki. Notast var við eigindleg viðtöl til þess að fá innsýn í innleiðingu fjármálafyrirtækis á Norðurlöndunum sem vinnur eftir sambærilegri löggjöf og fjármálafyrirtæki hér á landi. Niðurstöður benda til þess að íslensk fjármálafyrirtæki þurfi að huga að þó nokkrum atriðum við innleiðingu á FATCA, svo sem nýju verklagi tengdu áreiðanleikakönnunum vegna peningaþvættis og fjármögnun hryðjuverka, hugbúnaðarlausnum og fræðslu starfsmanna vegna ráðgjafar til viðskiptavina. Ef fjármálafyrirtæki sinnir ekki þeim skyldum sem settar eru fram við setningu FACTA laganna, eiga þau sjálf og viðskiptavinir þeirra á hættu að verða skattlögð á grundvelli þessarar nýju löggjafar.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this thesis is to shed light on what Icelandic financial institutions need to do to implement procedures for a new tax legislation from the U.S. called FATCA. With this research I will attempt to answer what impact FATCA has on Icelandic financial institutions, try to point out practical solutions and give advice to entities working to set up new procedures for FATCA in Iceland. I will also try to point out solutions that can be viewed in order to simplify the process that occurs with the introduction of this new methodology. Results are presented following an interview with an expert in the implementation of FATCA, who has worked on these issues since it´s inception. The expert whom I interviewed has worked on introduction of FATCA in Swedish financial institutions, as well as been a consultant for other international financial institutions. This research is based on qualitative interviews to gain insight into the implementation of FATCA at financial institutions in the Nordic countries, who work under similar legislation as financial institutions in Iceland. Results indicate that Icelandic financial institutions need to consider quite a few things in the implementation of FATCA, such as new procedures related to due diligence for anti-money laundering and terrorist financing, software solutions and training to employees to advise customers. If financial institutions do not comply with the obligations set forward by the FATCA Act, they have a risk of being taxed under this new legislation and their respective clients as well.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð til 2020
Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19026


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FATCA Ms Ritgerð 2014.pdf3.49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna