is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19028

Titill: 
  • Íslenskur skógur : efniskista fyrir hönnuði samtímans?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð rýni ég í þá möguleika sem stækkandi íslenskur skógariðnaður gæti leitt af sér. Enn í dag eru þeir til sem draga í efa að nokkuð geti vaxið á okkar hrjóstruga landi. Þekking á skógariðaði og nýtingu afurða er takmörkuð en hönnuðir geta átt sinn þátt í að gera efniviðinn sýnilegri með því að nýta hann í vörur sínar. Því spyr ég mig - hvenær getum við farið að nýta þann íslenska skóg sem er í kringum okkur? Hvernig er ástand timburiðnaðarins í dag þegar kemur að íslenskum viði? Er það timbur nýtilegt í hönnun? Svörin voru fengin í gegnum viðtöl við hönnuði, tölvupóstssamskipti við starfsmenn skógræktarinnar og lestur á þeim fjölmörgu skýrslum og bókum sem gefnar hafa verið út um skógrækt. Kynntir eru eiginleikar þeirra tráa sem þrífast best á Íslandi og hvernig sambærileg tegund hefur verið nýtt í hönnun erlendis. Nefnd eru dæmi um hönnun sem þegar hefur verið unnin úr íslenksum trjáviði og skoðað með dæmum hvernig aðferðafræði cradle to cradle mætti hafa til hliðsjónar þegar skógariðnaðurinn kemst á fullt skrið. Íslenskt timbur getur ekki keppt við erlent timbur í gæðum í dag og líklega mun það taka mannsaldur. Þeirri áskorun ættu hönnuðir þó vel að geta tekið og komið með skapandi lausnir í minna verðmætan við. Spennandi tímar eru framundan og með réttum handtökum getum við orðið sjálfbær á timbur, nýtt það á ábyrgan hátt og stuðlað að iðnaði sem sómi er að.

Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19028


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Islenskur_skogur_efniskista_fyrir_honnudi_samtimans_BA_ritgerd.pdf1.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna