is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19029

Titill: 
  • „Þær vænta þess ekkert endilega að þær séu frumkvöðlar.“ Aukin þátttaka kvenna í frumkvöðlastarfi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð segir frá rannsókn sem gerð var á frumkvöðlastarfi kvenna. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða frumkvöðlastarf kvenna út frá kenningum um starfsferilsþróun kvenna. Reynt verður að varpa ljósi á hvernig hægt er að stuðla að auknu frumkvöðlastarfi kvenna í gegnum menntun og náms- og starfsráðgjöf. Rannsóknin byggir á viðtölum við sjö einstaklinga sem koma að vinnu með kvenfrumkvöðlum á einn eða annan hátt. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þrátt fyrir aukinn áhuga kvenna á frumkvöðlastarfi þá þurfi að huga sérstaklega að þeim. Þær láta frekar hindranir eins og trú á eigin getu stöðva sig í að fara í frumkvöðlastarf og þær sjá ekki fyrir sér að þær séu frumkvöðlar. Í gegnum nám í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt og ekki síst náms- og starfsráðgjöf má vinna með þessar hugmyndir og auka hlutfall þeirra kvenna sem kjósa að skapa sér sinn eigin starfsferil. Fjölmargt í samfélaginu bendir til þess að frumkvöðlastarf sé framtíðin og því mikilvægt fyrir náms- og starfsráðgjafa sem starfa í ráðgjöf að átta sig á mikilvægi frumkvöðlastarfs í framtíðinni og hafa í huga þá þætti sem standa í vegi fyrir einstaklingum og þá sérstaklega stúlkum þar sem þær standa hallari fæti á þessum starfsvettvangi.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis is about a study conducted on women´s entrepreneurship. The aim of this study was to explore women´s entrepreneurship based on theories of career development. An attempt is made to to shed light on how to promote greater entrepreneurship of women through education and career counseling. Seven individuals who have been involved in working with women entrepreneurs in one way or another, where interviewed. The results indicate that despite the growing interest of women in entrepreneurship they need special attention. They are more likely than men to stumble on external and internal barries such as self-efficacy beliefs on their road to entrepreneurship. They do not see themselves as entrepreneurs. Through innovation and entrepreneurial education and also career counseling it is possible to work on these ideas and increase the proportion of women who prefer to create their own career. Many signs in the community indicate that entrepreneurship is the future and it is important for counselors to realize the importance of entrepreneurship and consider the factors that stand in the way of people girls and women choosing this career path.

Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19029


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_HRÞ_lokaeintak.pdf597.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna