is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19031

Titill: 
  • Sérðu það sem ég sé? : Áhrif tungumáls og menningar á litasýn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Spurningin „Sérðu það sem ég sé?“ brennur á margra vörum en engin leið er til að vita með vissu hvort náunginn við hliðina á okkur sjái það sem fyrir augu ber á nákvæmlega sama hátt og við. Bæði mannfræðingar og málvísindamenn hafa lengi rannsakað þessa spurningu útfrá sjónarhorni tungumáls og lita.
    Tveir aðilar sem tala sama tungumál eru sammála um það til að mynda að rósir séu rauðar, bananar gulir og hafið blátt en hvað gerist þegar aðilar sem tala ólík tungumál eru beðnir um að greina frá litnum á einum og sama hlutnum, eða náttúrunni í kringum sig, til dæmis á sjálfum himninum?
    Í ritgerð þessari er leitast við að skoða tengsl tungumáls og lita útfrá félagsmótun og eðli mannsins (eða samfélags mannsins) og er umfjölluninni skipt upp í tvo kafla. Í fyrri kaflanum er litið á líffræðilega þætti sem hafa áhrif á litasýn okkar, bæði litblindu og ofursjón og fjallað er um sæborgina Neil Harbisson sem heyrir liti með hjálp svokallaðrar „eyeborgar“. Í seinni kaflanum er litið yfir sögu rannsókna á tungumálum og litanotkun allt aftur til tíma Hómers og Forn-Grikkja þar sem orð yfir bláan var aldrei notað, ekki einu sinni í lýsingum á hafinu og himninum. Einnig eru skoðaðar tilraunir sem gerðar voru á frumbyggjum sem hafðir voru til sýnis líkt og dýr í Berlínardýragarði undir lok nítjándu aldar og aðeins nýlegri rannsóknir sem gerðar voru á Himba þjóðflokknum í Afríku, á mun mannúðlegri máta en tilraunirnar í dýragarðinum rúmri öld áður. Í báðum tilfellum gera þátttakendur rannsóknanna lítinn sem engan greinarmun á bláum og grænum – en ekkert orð er til að mynda yfir bláan í tungumáli Himba fólksins. Þessi litli greinarmunur á grænum og bláum virðist algengur hjá talendum tungumáls sem er hvað ólíkast okkar máli og virðist félagsmótun spila stóran þátt í því hvernig við skynjum liti en að sama skapi er tungumál mikilvægur þáttur í félagsmótun okkar. Meðan maðurinn skapar tungumálið heldur tungumálið áfram að skapa manninn.

Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19031


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerd_final1.pdf3.83 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna