is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19034

Titill: 
  • „Móðurmálið mitt góða, hið mjúka og ríka“ : forsendur öflugrar málfræðikennslu í grunnskólum, tilgangur hennar og mikilvægi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um málfræðikennslu í grunnskólum. Leitast er við að sýna fram á tilgang hennar og mikilvægi um leið og helstu forsendur öflugrar málfræðikennslu eru dregnar fram í dagsljósið. Í byrjun er gerð grein fyrir grundvallarhugtökum í málfræði og ólíkum þáttum hennar. Síðan er stiklað á stóru í sögu málfræðikennslu á Íslandi og greint frá því hvernig henni er háttað á okkar dögum. Meginkafli ritgerðarinnar tekur mið af þeim rannsóknarspurningum sem settar eru fram í inngangi. Þar er fjallað um nokkra undirstöðuþætti öflugrar málfræðikennslu. Hún byggist að mati höfunda á því að tilgangurinn með kennslunni sé ljós bæði kennurum og nemendum, íslenskumenntun kennara sé efld, námsefni þjóni markmiðum kennslunnar, málfræðileg viðfangsefni séu skoðuð með heildstæðum hætti og að kennsluaðferðir séu fjölbreyttar og taki á ólíkum þáttum málsins. Niðurstöður eru í grófum dráttum þær að séu þessir þættir hafðir að leiðarljósi í málfræðikennslu ætti að hljótast af því mikill ávinningur, ekki einungis í íslenskukennslu heldur í skólastarfi í heild sinni.

Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19034


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Móðurmálið mitt góða, hið mjúka og ríka.pdf839,82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna