is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19036

Titill: 
  • „Mundu að tíminn er peningar“ : uppruni og þróun íslenskra peningaseðla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Nær öll þjóðfélög heimsins eiga sér gjaldmiðla, sem í flestum tilvikum eru eins, þ.e. í formi myntar og peningaseðla. Ég hóf þetta rannsóknarferli á því að velta fyrir mér af hverju peningaseðlar séu svo svipaðir og hver sé uppruni þeirra og þróun. Hverjir hófu framleiðslu peningaseðla úr pappír og hvers vegna? Seðlarnir eru jú eins ólíkir og þeir eru margir og endurspegla hverja þjóð fyrir sig. Ég fer í saumana á þessum vangaveltum og rýni í íslensku seðlana, hönnun þeirra og uppruna. Ég dreg fram helstu íslensku seðlaraðirnar og tel upp einkennandi merki og tákn. Tek ég einnig fyrir einstaka seðla í núverandi seðlaröð og segi frá nokkrum tilvísunum sem á þeim eru. Margt sem ég hafði ekki hugmynd um að væri til staðar á peningaseðlunum og var það eins og að uppgötva leyndarmál íslensku seðlanna. Ég velti fyrir mér hvort það breytir ásýnd seðlanna hvort þjóðir búi við lýðræði eða einræði og hvernig þemu myndskreytinga breytist í takt við þjóðfélagið. Heimurinn er í stanslausri þróun og umræður um endurnýtanlegan efnivið snertir einnig hönnun peningaseðla, þar sem plastið gæti hugsanlega lagt bréfpeningana af velli. Við þessa rannsóknarvinnu notaðist ég við safn heimilda úr bókum, tímaritum og af internetinu. Einnig tók ég viðtal við bæði Anton Holt myntsafnara og forstöðumann Myntsafns Seðlabankans og Kristínu Þorkelsdóttur hönnuð og myndlistamann. Niðurstöður þessarar ritgerðar eru því bæði fræðandi og skemmtilegar og verður íslenski peningaseðillinn mun persónulegri fyrir vikið.

Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19036


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Munduaðtíminnerpeningar.pdf32.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna