is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19040

Titill: 
  • Áhrif tækni á þróun myndskreytinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð mun ég skoða hvernig tækni hefur haft áhrif á þróun myndskreytinga, einna helst myndavélin og tölvan. Ég mun sýna hvernig myndskreytingar voru notaðar áður fyrr og hvernig þær eru notaðar nú á fyrstu áratugum 21. aldar. Í ritgerðinni mun ég kynna uppruna og sögu myndskreytinga, skoða eðli og hlutverk myndskreytinga og sérstöðu þeirra sem listforms. Síðan greini ég og bendi á hvernig ákveðin tækni hefur haft áhrif á þróun og notkun myndskreytinga. Helstu niðurstöður eru þær að tækni hefur haft mikil áhrif á myndskreytingar og tel ég að hún hafi þróað myndskreytingar í nýja átt og opnað nýja og fjölbreytta möguleika fyrir þetta tjáningarform. Myndskreytingar fá nú að njóta sín meira sem listform í stað þess að vera stuðningur við eða nánari lýsing á málefnum líðandi stundar. Við vinnu ritgerðarinnar kynnti ég mér sögu myndskreytinga með lestri fræðibóka, tímarita, og lestri greina á netinu. Ég skoðaði einnig hvernig myndskreytingar hafa verið notaðar í handritum, tímaritum og auglýsingum og síðan hef ég farið á viðeigandi listasýningar og kynnt mér efnið eins ítarlega og kostur er.

Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19040


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Marta_Lokaritgerd_Skemman.pdf6.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna