is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19041

Titill: 
  • Lögvernd líkama, æru og hugverka látinna manna
  • Titill er á ensku The legal protection of body, honor and copyright of a deceased person
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er fjallað um lögvernd líkama, æru og hugverka látinna manna og er rannsóknarspurningin „Hver er lögvernd látinna manna varðandi líkama, æru og hugverk?“ Í lifanda lífi njóta menn svokallaðs rétthæfis en það er skilgreint sem hæfi til að eiga réttindi og bera skyldur, þ.e. hæfi til að vera réttaraðili. Rétthæfi er ekki eingöngu skilyrði fyrir því að maður geti öðlast réttindi og tekið á sig skyldur heldur er samfara því réttur til að krefjast og njóta opinberrar hagsmunaverndar samkvæmt því sem réttarskipun þjóðfélagsins mælir fyrir um á hverjum tíma. Hin eiginlega lögvernd felst þó einkum í viðeigandi ákvæðum í hinni almennu löggjöf sem mælir fyrir um viðbrögð og úrræði réttarkerfisins sé brotið gegn verndarákvæðum laganna. Viðfangsefnið er að skoða íslenska löggjöf varðandi það hvort og þá að hvaða marki látinn maður eigi réttindi og hvernig þau réttindi séu tryggð, sé þeim til að dreifa. Umfjöllunin takmarkast við þau réttindi sem tengjast líkama, æru og hugverkum látins manns.
    Enga heildstæða samantekt er að finna um þetta efni hér á landi að því er séð verður. Ákvæði um lögvernd látinna er að finna á víð og dreif í íslenskri löggjöf. Til samanburðar er skoðuð dönsk löggjöf um sama efni. Löngum hefur við lagasetningu hér á landi verið byggt á eða höfð hliðsjón af dönskum rétti. Þykir því rétt að athuga sambærilega löggjöf í Danmörku og skoða lögvernd látinna samkvæmt henni. Er það gert til að kanna hvort lögvernd látinna manna sé meiri í dönskum rétti en íslenskum.
    Ekki hefur mikið verið ritað á sviði persónuréttar hér á landi. Grundvallarrit í þessum fræðum er rit Þórðar Eyjólfsson, Persónuréttur, sem fyrst var gefið út árið 1949. Nýrra er rit Páls Sigurðssonar, Mannhelgi, höfuðþættir almennrar persónuverndar, sem gefið var út árið 2010.
    Löngum hefur verið talið af eldri fræðimönnum að rétthæfi manna ljúki að fullu við andlát. Þessi skoðun kemur fram með skýrum hætti í Persónurétti Þórðar Eyjólfssonar. Þar segir að réttindi þau er maður átti eða naut á dánardegi, falli sum niður við lát hans en önnur flytjist í hendur nýrra réttaraðila þ.e. erfingja. Því má halda fram að breytt viðhorf til persónulegra réttinda manna á síðustu áratugum hafi leitt af sér breytingar á löggjöf sem gangi í þá veru að auka lögvernd látinna, því fjölgað hefur lagaákvæðum sem kveða á um lögvernd eftir andlát.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð til 2064
Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19041


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margrét Vagnsdóttir 2014.pdf940.04 kBLokaður til...31.12.2064HeildartextiPDF
Efnisyfirlit2014.pdf69.8 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna