is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19042

Titill: 
  • Hönnun, ferli og framsetning : tól arkitektsins og nytsemi þeirra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um hugmyndavinnu arkitektsins og hvernig hann setur hugmyndirnar síðan fram. Arkitektar nýta sér fjölmargar leiðir til þess að koma upplýsingum á framfæri til verkkaupa, almennings eða annarra arkitekta. Arkitektinn notfærir sér samt sem áður allt annað grafískt samtal þegar hann talar við verkkaupa heldur en þegar hann talar við kollega sinn. Lagt er mat á samtalstækni í gegnum myndmál og hvernig sumir arkitektar hafa farið aðeins of geyst í átt að hinu stafræna á meðan aðrir hafa haldið sig við blýantinn. Hið alræmda díagram er krufið til mergjar og eiginleikar þess rannsakaðir. Horft er til upplifunar hugans á grafík, skrásetningu upplýsinga í myndrænt form og einnig er litið á nokkrar aðferðir til þess, eins og til dæmis grunnmynda-eða perspektífteikningu. Einnig er talað um vandkvæði þess að hanna og skissa í tölvu sem og takmarkanir notkunar handteikninga. Það er lagt mat á afleiðingar hinnar miklu tölvuvæðingu arkitektafagsins og áhrif hennar á yngri kynslóð arkitektanema auk þess sem rannsóknar-og hönnunarferli þeirra er skoðað og gagnrýnt.
    Hönnun í gegn um tölvur hefur að mínu mati gert yngri kynslóð arkitekta skynlausa fyrir skala og eiga þeir til að missa sig í þrívíðum sýndarheimum þar sem allt er gallalaust og fullkomið. Ásamt því að vera svo hrifnir af tölvunni hefur yngri kynslóðin sætt sig við vankanta hennar og jafnvel skipt út rannsóknarferlinu fyrir eins konar misheppnað for-lokaferli, þar sem þeir stefna um leið að einhverjum kláruðum hlut og í raun á þá engin tilraunastarfsemi sér stað. Hin fullkomna lausn á þessum vandamálum væri einfaldlega að reyna að feta hinn gullna meðalveg milli hins stafræna og hins efniskennda.
    Bækur,kvikmynd, prentaðar greinar og greinar fengnar á netinu eru aðal heimildir þessarar ritgerðar.

Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19042


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ba Ritgerð pdf.pdf1.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna