is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19043

Titill: 
  • Innri kraftur : áhrif innri hvatningar á nám
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ytri og innri hvatning eru mikilvægir áhrifaþættir í námi. Tilgangur ritgerðarinnar er að opna huga lesenda fyrir gildi innri hvatningar í menntakerfinu með því að leita svara við rannsóknarspurningunni: „Hvaða áhrif hefur innri hvatning á nám?”. Skólakerfið er drifið áfram af ytri áhrifaþáttum. Verðlauna- og umbunarkerfi eru oft notuð og nemendum er hvatning í voninni um góðar einkunnir og velþóknun annarra á frammistöðu þeirra. Innri hvatning er mikil á yngsta stigi en fer minnkandi eftir því sem námið verður erfiðara og meiri kröfur eru gerðar til nemenda. Innri hvatning hefur þó úrslitaáhrif á nám, án hennar ættu nemendur afar erfitt með að læra og myndu líklega sleppa því almennt. Ytri hvatning er einnig nauðsynleg því nám getur ekki alltaf verið áhugavert, en mikilvægt er að beita henni rétt. Þeir nemendur sem læra af innri hvatningu gengur betur í námi, eru sjaldnar haldnir kvíða og líður betur andlega heldur en þeim sem læra af ytri hvatningu. Innri hvatning fer minnkandi með aldrinum og það hefur sýnileg áhrif á námsárangur eldri nemenda. Ytri hvatning hefur neikvæð áhrif á innri hvatningu og ættu kennarar að leggja áherslu á að vekja og styrkja innri hvatningu nemenda til náms.

  • Útdráttur er á ensku

    Both extrinsic and intrinsic motivation are very important factors in education. My goal with this thesis is to open the reader‘s mind towards instrinsic motivation in education by answering the research question: “What impact does intrinsic motivation have on students‘ learning?” The academic system is ruled by extrinsic motivation. Teachers often use extrinsic rewards to motivate their students who strive for good grades and recognition of their academic success. Younger students tend to be more often intrinsically motivated than older students, but at the same time teachers and parents put increasingly more pressure on good performance and higher grades the older a student gets. Intrinsic motivation results in more successful learning. Yet, some subjects or parts of the curriculum can be more challenging or less interesting than others, therefore the use of extrinsic motivation can be necessary. Teachers, however, need to know what motivates students and take advantage of that. Those students who are intrinsically motivated are better learners, are less likely to suffer from anxiety and are in a better mental state than those who are extrinsically motivated. As students get older they are less likely to be intrinsically motivated which has negative results on students‘ academic success. Extrinsic motivation has negative effect on intrinsic motivation and teachers should emphasize motivating students in intrinsic ways.

Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19043


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_Steingrimur Sigurdarson.pdf461.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna