is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19044

Titill: 
 • Er Akranes að nýta þau tækifæri sem felast í aukningu á fjölda ferðamanna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um hvort Akranes sé að nýta þau tækifæri sem felast í fjölda ferðamanna. Straumur ferðamanna hingað til lands hefur aukist gífurlega undanfarin ár og er ferðaþjónusta á Íslandi orðin 2-3. stærsta atvinnugrein landsins. Ferðamennirnir sem koma til Íslands sækjast eftir því að fá að skoða, upplifa og njóta óspilltrar náttúrunnar og alls sem hún hefur upp á að bjóða ásamt því að vilja kynna sér sögu landsins.
  Akranes er fallegur bær sem hefur úr mörgu að spila til að mynda Langisandur sem tengir bæinn við sjóinn og allt sem hann hefur upp á að bjóða. Farið var í að gera upp Akranesvita til að bjarga verðmætum en eftir að Akranesviti var opnaður fyrir ferðamönnum kom í ljós að hann virkar sem mikið aðdráttarafl.
  Tekin voru viðtöl við aðila í ferðaþjónustu og rekstraraðila á Akranesi ásamt því að send var spurningarkönnun á 3 aðila. Tilgangurinn var að fá innsýn í ferðaþjónustu á Akranesi og Hveragerði.
  Eftir að hafa farið í gegnum þessa rannsókn telur höfundur að niðurstaðan liggi skýrt fyrir en að mati höfundar er Akranes ekki að nýta öll tækifærin sem felast í aukningu á fjölda ferðamanna. Fyrstu skrefin í uppbyggingu á ferðamannaþjónustu Akraness hafa verið stiginn en bærinn hefur ekki náð almennri fótfestu sem ferðamannabær.

Samþykkt: 
 • 19.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19044


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ylfa Guðný Sigurðardóttir BS ritgerð.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna