is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19045

Titill: 
  • Persónan Ég : sjálfstyrkingarnámskeið fyrir þolendur eineltis
  • Persónan Ég : sjálfstyrkingarnámskeið fyrir þolendur eineltis : námskeið
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er lokaverkefni til B.A.- gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands. Markmiðið með verkefninu er að búa til verkfæri sem geti nýst leiðbeinendum sem vinna með börnum og unglingum. Verkfærið er námskeið, sem ber nafnið Persónan Ég og er sjálfstyrkingarnámskeið fyrir þolendur eineltis. Auðveldlega er þó hægt að útfæra það á fleiri hópa. Verkefnið skiptist í afurð sem er námskeið og greinargerð þar sem námskeiðið er fræðilega rökstutt. Í greinargerðinni er fjallað almennt um einelti og helstu birtingamyndir þess. Því næst er einblínt á hóp þolenda og það hvaða afleiðingar einelti getur haft á börn og fullorðna. Fjallað er um einelti sem hindrun fyrir börn og unglinga í hinu daglega lífi og þátttöku þeirra í tómstundum. Í beinu framhaldi eru grunnþættir námskeiðsins út frá fræðilegu sjónarhorni kynntir og hverjum þeirra lýst nákvæmlega. Grunnþættirnir eru sjálfstraust, sjálfsmynd, vinátta, vináttufærni, jákvæð samskipti, ákveðniþjálfun, ólíkir leiðtogastílar, þægindasvæðið, óformlegt nám og hópefli. Námskeiðið er ætlað leiðbeinendum sem vinna með þolendum eineltis og felur í sér fræðslu, leiki og fjölda verkefna sem styrkja sjálfsmyndina, efla samskiptafærni og auka félags- og vináttufærni. Námskeiðið er sett upp sem tíu vikna ferli þar sem leiðbeinandinn hittir hópinn einu sinni í viku, 80 mínútur í senn. Námskeiðið er persónulegt og líflegt og er tilgangurinn með því að þátttakendur gangi út öruggari, meðvitaðir um styrkleika sem og veikleika sína og með margvíslegar hugmyndir í farteskinu um hvernig best sé að eignast nýja vini, hvernig skuli taka hrósi og mikilvægi þess að tjá tilfinningar sínar. Afar þýðingarmikið er að þátttakendur séu tilbúnir að leggja sig alla fram og vinna vel með leiðbeinandanum svo markmiðum námskeiðisins verði náð. Þolendum og gerendum í eineltismálum þarf að hjálpa, sýna stuðning og veita handleiðslu í samskiptum. Að sjálfsögðu væri best ef hægt væri að koma í veg fyrir eineltismál áður en þau verða alvarleg og farin að hafa slæmar afleiðingar á einstaklinga en því miður er raunin oft ekki sú. Ýmis úrræði eru að vísu í boði til þess að auka sjálfstraust einstaklinga en ennþá eru ekki til nein úrræði sem styrkja einungis þolendur eineltis. Því tel ég að verkefni mitt geti nýst vel þegar kemur að því að vinna með og styrkja þolendur í eineltismálum.

Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19045


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd_fullklarud_Katrin_Vignisdottir.pdf633.15 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Personan_Eg_namskeidid.pdf390.24 kBLokaður til...08.02.2040NámskeiðPDF