Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19048
Geðraskanir eru algengar og hafa fylgt mannkyni frá örófi alda. Geðraskanir eru raskanir á geðheilbrigði. Allir geta þjáðst af geðröskun eða geðrænum kvillum. Ekki er langt síðan fólk með geðraskanir fór að njóta sömu réttinda og annað fólk. Fór að fá sömu aðstoð og þjónustu sem þykir nauðsynleg til að geta lifað sem eðlilegustu lífi í samfélaginu. Í þessu lokaverkefni til BA-prófs í þroskaþjálfafræðum er lífssaga konu með geðraskanir sögð. Tekin voru opin viðtöl. Markmið rannsóknarinnar var að öðlast betri sýn á það hvernig er að alast upp í litlu samfélagi úti á landi og hvernig það er að lifa með geðsjúkdóm og hvaða úrræði eru í boði til að getað lifað sem næst eðlilegu lífi. Farið verður yfir það hvers konar þjónusta og úrræði standa fólki með geðraskanir til boða nú. Miklar breytingar hafa orðið á þjónustu við fólk með geðraskanir á síðustu árum. Til dæmis með tilkomu geðræktarmiðstöðva sem hafa gjörbreytt lífi fólks sem þangað sækja þjónustu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð.pdf | 864,3 kB | Lokaður til...20.04.2033 | Heildartexti |