is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19049

Titill: 
  • Kjarnavöðvar og styrkur : 50 æfingar fyrir byrjendur og lengra komna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Verkir í baki eru eitthvað sem margir kannast við. Þessir verkir geta stafað af samblöndu af rangri beitingu vöðva, mikils álags og/eða meiðsla vöðva, liðbanda eða diska sem styðja við hrygginn. Ef vöðvameiðsli eru ekki meðhöndluð rétt þá getur það seinna meir leitt til ójafnvægis í hrygg. Það getur orðið til stöðugrar spennu á vöðvum og liðböndum sem leiðir til þess að bakið verður viðkvæmara fyrir meiðslum eða fyrir því að gömul meiðsli taki sig upp.
    Þar sem verkir í neðra baki geta orsakast af meiðslum á hrygg og þeim vöðvum eða vöðvahópum sem styðja við hrygginn er mikilvægt að leita til læknis eða sjúkra- eða einkaþjálfara ef verkirnir hafa verið stöðugir í 1-2 vikur. Læknirinn segir þér hvaða hluti líkamans hefur orðið fyrir meiðslum, og sjúkra- eða einkaþjálfarinn getur ráðlagt þér hvernig æfingar hægt er að gera til að styrkja líkamann. Hver og ein greining er meðhöndluð mismunandi og þess vegna er mikilvægt að hafa samband við lækni áður en endurhæfing hefst. Neðra baks- og liðleikaæfingar geta verið bestu meðferðirnar við flestum bak meiðslum, þar sem þær stuðla að því að koma á jafnvægi í hrygg. Æfingar fyrir neðra bak beinast að því að styrkja kviðvöðva til að koma á jafnvægi á hrygg. Endurhæfingaskemu eða fyrirbyggjandi enduhæfing sem einblínir á að styrkja neðri hluta hryggjars, blandað við kjarna stöðugleika eða styrk minnka hættu á verkjum í neðra baki ef æfingarnar eru framkvæmdar rétt og reglulega.
    Æfingaskemu sem beinast að styrk og stöðugleika neðra baks/kjarnans er hægt að nýta sem fyrirbyggjandi endurhæfingu eða sem endurhæfingu við meiðslum. Æfingunum er skipt í annars vegar æfingar fyrir byrjendur (auðveldari æfingar) og hins vegar fyrir lengra komna (erfiðari æfingar). Mælt er með að byrja á auðveldu æfingunum og „fullkomna“ þær áður en lengra er haldið.
    Markmiðið með þessari handbók er að fræða lesendur um styrk og styrktarþjálfun, mismunandi vöðvastarf og kjarnavöðvastyrk, með aðaláherslu á kjarnavöðva líkamans. Þeir eru til dæmis kviðvöðvar, skávöðvar, mjaðmavöðvar og hryggvöðvar.
    Handbókin inniheldur 50 mismunandi æfingar, 25 fyrir byrjendur og 25 fyrir lengra komna. Mikilvægt er að gefa sér tíma í að lesa allar leiðbeiningar við æfingarnar áður en hafist er handa.
    Gangi þér vel.

Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19049


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni skil - 9.5,lagfært 15.5.(2).pdf2.57 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna