is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19051

Titill: 
  • Ný byggingarreglugerð : hjálpartæki eða hindun?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eftir hrunið árið 2008 hefur staðan í íslensku þjóðfélagi verið erfið. Fólk lifði hátt og saup svo af því biturt seiðið síðustu ár. Í kjölfarið hefur húsnæðis- og leigumarkaður verið afskaplega erfiður og þá sérstaklega fyrir ungt fólk og tekjulága einstaklinga. En í þjóðfélagi þar sem stoppa þarf í fjölmörg göt þá vinnast úrlausnir á þessum vanda hægt. Lausnir við húsnæðisvanda þessa hóps hafa ekki komið fram. Á erfiðum tíma í sögu Íslands kom ný byggingarreglugerð, reglugerð sem olli miklu umtali og rökræðum. Reglugerð sem ekki tók mark á því sem var að gerast í íslensku þjóðfélagi. Þar má nefna sérstaklega aðgengismál fataðra, eða 6. kafli reglugerðarinnar. Hann þótti ákaflega fyrirferðarmikill bæði í riti og framkvæmd. Arkitektastéttin tók þessu frekar illa.
    Og þar sem þetta mál var svo fyrirferðamikið í þjóðfélaginu sumarið 2013 þá ákvað ég að gera það að ritgerðarefni mínu. Vildi ég beina ljósi að því, hver áhrif reglugerðarinnar væru í raun, og áhrif hennar á stétt arkitekta í sinni vinnu. Mér til upplýsingar, tók ég viðtöl við fagfólk, sem starfar á þessu sviði. Þar má nefna bæði arkitekta og forstjóra Mannvirkjastofnunar. Ákvað ég að þessi samtöl væru grundvallaratriði, svo ég mundi skilja reglugerðina og áhrif hennar.
    Til hliðsjónar við umfjöllun mína á reglugerðinni ákvað ég að horfa út fyrir landsteinanna. Þar vildi ég finna og varpa ljósi á kosti sem aðrar þjóðir hafa tekið, og velta því upp hvort svipuð úrræði gætu hentað hér á landi.

Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19051


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_RAGGI_byggingarreglugerð.pdf1.69 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna