Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19056
Ritgerðin byggir á fræðilegri umfjöllun um mikilvægi þess að börn með erfiðar hegðunarraskanir stundi skipulagt tómstundastarf. Skipulagt tómstundastarf býður upp á tækifæri til að öðlast aukna félagsfærni og þroska, ásamt því að bæta samskiptafærni og því getur slíkt starf verið góð leið til að vinna með börnum með hegðunarraskanir. Talið er að 3-11% barna glími við hegðunarraskanir og mikilvægt er að grípa inn í þá hegðun áður en hún hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér, eins og áhættuhegðun á unglingsárum. Rannsóknir hafa sýnt að börn með hegðunarraskanir taka síður þátt í skipulögðu tómstundastarfi og er hlutverk tómstundafræðingsins mikilvægur þáttur í að snúa þeirri þróun í betri farveg.
Greint verður frá ýmsum ráðum og aðferðum sem tómstundafræðingar, og aðrir sem starfa með börnum með hegðunarraskanir, geta nýtt sér í starfi, eins og að notast við uppbyggilegar og jákvæðar aðferðir. Hvatning og hrós, skýrar og einfaldar reglur en jafnframt agi og viðeigandi mörk eru aðferðir sem stuðla að jákvæðri hegðun og mikilvægir þættir í umhverfi barna með hegðunarraskanir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA- lokaverkefni.pdf..pdf | 431,32 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |