is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19063

Titill: 
  • Hvert er fjármálalæsi viðskiptafræðinema á Íslandi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjármálalæsi er frekar nýtt orð í íslensku tali og ekki hafa margar bækur eða greinar verið skrifaðar um það. Í dag hefur aftur á móti orðið mikil vitundarvakning um það að leggja þurfi áherslu á aukið fjármálalæsi hjá nemum í grunn- og framhaldsskólum. Leggja þarf áherslu á að kenna nemendum aukið fjármálalæsi og bæta þarf kennslu til handa kennurum í kennslu í fjármálalæsi. Það að geta fyllt út skattframtal sitt og að vita hvað það er að taka lán s.s smálán. Hvað kostar að taka lán, hvaða lán eru hagstæðust og hvert á að snúa sér við lántökur? Einnig þarf að leggja á það áherslu að allt ungt fólk og sem flestir viti hvaðan erlendur gjaldeyrir kemur og hvernig hans er aflað. Það að fara í bankann og kaupa gjaldeyri er ekki eins sjálfsagt og það virðist vera. Gott væri að allir vissu hvert ferlið er við öflun gjaldeyris áður en hann kemst í skúffur gjaldkera í bönkum.
    Rannsóknin, sem gerð var við ritgerðarsmíð þessa, er til þess fallin að reyna að komast að því hvort og þá hve færir háskólnemar eru í fjármálalæsi. Rannsókn eins og skýrsluhöfundur framkvæmir hefur hefur ekki áður verið framkvæmd hér á landi. Rannsóknin er um fjármálalæsi hjá nemendum í viðskiptafræði í íslenskum háskólum. Við gerð ritgerðarinnar hefur höfundur ekki rekist á greinar þar sem fjármálalæsið er einskorðað við gjaldeyrislæsi.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð til 2016
Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19063


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sóley Soffa - BS 2014.pdf2.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna