Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19064
Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að velta upp hvert lífsleiknikennsla í íslenskum grunnskólum þurfi að stefna. Í ritgerðinni er saga námsgreinarinnar í aðalnámskrám grunnskóla rakin. Farið verður yfir þá þætti sem geta talist mikilvægir til að undirbúa nemendur sem best undir þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi. Gerð verður grein fyrir kennslu þar sem þessir þættir eru hafðir að leiðarljósi og hafa reynst árangursríkir í lífsleiknikennslu. Fjallað verður um hlutverk kennarans í slíkri kennslu og hvaða kennsluaðferðir eru vel til þess fallnar að efla þessa þætti. Að lokum eru niðurstöður rannsókna reifaðar sem tengjast því að efla tilfinninga-, félags- og siðferðisþroska nemenda. Að lokum draga höfundar efnið saman og velta fyrir sér á gagnrýninn hátt kostum þess að eyða tíma og fjármunum í að auka velferð og hamingju allra nemenda grunnskólans.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni.pdf | 720,98 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |