is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19065

Titill: 
  • Fjölskyldugildi og viðhorf til náms : kynjaðar væntingar um nám og störf
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í heimildaritgerð þessari er skoðað hvernig eðlis- og mótunarhyggja birtast í náms- og starfsvali einstaklinga í kynjuðu samfélagi. Markmið ritgerðarinnar er að auka skilning á hvernig rótgróin eðlishyggjuviðhorf um kynin geta dregið úr möguleikum barna og ungmenna til náms og starfa og hvernig jafnréttisviðhorf geta skapað meiri sveigjanleika í náms- og starfsvali. Einnig er leitast við að varpa ljósi á hvernig uppeldi í fjölskyldum getur haft áhrif á náms- og starfsval. Spurningarnar sem lagt er upp með eru: Hvernig tengist jafnréttisumræða síðustu fjörutíu ára fjölskyldugildum á Íslandi í byrjun tuttugustu og fyrstu aldar? Hvernig ýta íslensk fjölskyldugildi undir kynjað náms- og starfsval? Hvaða íslensku fjölskyldugildi stuðla að kynjajafnrétti og geta dregið úr kynjuðu náms- og starfsvali? Svara er leitað með því að rýna í skrif ýmissa fræðimanna sem rannsakað hafa og ritað um málefnið. Niðurstöðurnar eru þær að jafnréttisumræða síðustu fjörutíu ára hefur breytt viðhorfum fólks til menntunar og atvinnuþáttöku kvenna ásamt því að auka þátt karla í uppeldi og heimilisstörfum. Fjölskylduhabitusar sem fela í sér eðlishyggju tilhneigingar verða til að skila börnum sem búa við þau minni sveigjanleika í náms- og starfsvali. Hinsvegar er sýnt að gangi einstaklingar til jafns í nám, störf og heimilisverk, óháð kyni, dragi það úr kynjuðu náms- og starfsvali. Það mun stuðla að meira jafnræði milli kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Í niðurlagi ritgerðarinnar er fjallað um mikilvægi þess að foreldrar sýni börnum sínum gott fordæmi og deili með sér verkum óháð kyni og að skólakerfið auki fræðslu um rekstur heimila og jafnrétti í samskiptum kynjanna.

Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19065


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Lokaverkefni-Tara.pdf588.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna