is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19069

Titill: 
  • Staða fólks með einhverfurófsraskanir á almennum vinnumarkaði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta verkefni er unnið á haustmisseri árið 2013. Viðfangsefni verkefnisins er atvinnumál fólks með raskanir á einhverfurófi í íslensku samfélagi. Í verkefninu var áhersla lögð á að kynnast þeim stuðningi sem fólki með einhverfurófsraskanir býðst á vinnumarkaðnum sem og að fá innsýn inn í þann undirbúning fyrir atvinnulífið sem skólakerfið býður upp á. Ritgerðin byggir á vinnu úr fræðilegum heimildum sem og viðtölum við þrjá aðila sem vinna á mismunandi sviðum við atvinnumiðlun og/eða starfsþjálfun fólks með einhverfurófsraskanir. Viðtöl voru tekin við starfandi sérkennara á starfsbraut í framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu, verkefnastjóra hjá Atvinnu með stuðningi sem og framkvæmdastjóra Sérfræðinganna ses. á Íslandi.
    Niðurstöður leiddu í ljós að fólk með einhverfurófsraskanir sem þarf á stuðningi að halda úti á vinnumarkaðnum, mætir ýmsum hindrunum á leið sinni út á vinnumarkaðinn sem skapast hvort tveggja af völdum stjórnvalda og atvinnurekenda. Töluverðrar óvissu gætir hjá þeim aðilum er sinna þjálfun og stuðningi við fólk með einhverfurófsraskanir á vinnumarkaðnum vegna mikils álags á starfsemi þessara aðila og skorts á skýrri stefnu af hálfu yfirvalda. Þar að auki kom fram að er fátt vitað um afdrif fólks með einhverfurófsraskanir á vinnumarkaði sem ekki er jafnframt með þroskaskerðingu eða aðrar hliðarraskanir.

Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19069


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PDF - BA ritgerð - Tómas Ingi Adolfsson Atvinnumál fólks á einhverfurófi..pdf468.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna