is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19072

Titill: 
  • Stúdentagarðar á Íslandi : samfélag eða bygging
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Áhugi minn á mismunandi gerð stúdentaíbúða var kveikjan að þessari ritgerð, þ.e. form, virkni og uppbygging. Þar sem ég bjó áður erlendis finnst mér áhugavert hvernig námsmenn erlendis lifa á sínum námsárum og hvernig það líf á sinn þátt í að móta þá sem einstaklinga og bera það saman við námsmenn hér á landi. Eftir samtöl við vini, bæði hér heima og erlendis, komst ég að þeirri niðurstöðu að ástæða fyrir vali þeirra á þessu búsetuformi var sókn í það samfélag sem myndast innan bygginganna og þar vóg sterkt að aldur íbúa er nokkuð jafn og þarfir þeirra eru svipaðar. Einhverjir höfðu myndað góð tengsl við aðra íbúa en aðrir leituðu eftir örygginu sem sjálft samfélagið bauð upp á. Eftir að hafa skoðað staðsetningu stúdentaíbúða á höfuðborgarsvæðinu og séð hversu dreifðar þær eru og hvernig tengingu þeirra við háskóla- og vísindastofnanir er háttað þá vaknaði spurning um hvernig staðið hefur verið að heildarskipulagi stúdentaíbúða og háskóla á Íslandi. Ég ákvað þó að takmarka umfjöllun í ritgerðinni við stúdentaíbúðir á lóð Háskóla Íslands.
    Þessu tengt fannst mér áhugavert að skoða framboð og eftirspurn eftir stúdentaíbúðum og hugleiða áhrif staðsetningar og búsetuforms. Fjölmargar greinar hafa verið skrifaðar um stúdentaíbúðir og þá sér í lagi um skort á þeim. Minna hefur verið skrifað um búsetuformið sjálft og hvað megi betur fara. Að mínu mati er mikilvægast að byggja stúdentaíbúðir sem miða betur að þörfum notenda með hagkvæmni að leiðarljósi og tel að víða erlendis hafi betur til tekist. Horfa þarf einnig meira til efnahags íbúa, staðsetningar, gerð íbúða og forms og tilgangs þessara bygginga. Viljum við stúdentagarð sem er bara bygging eða viljum við byggingu og samfélag. Sjálf þekki ég fjölmörg dæmi um að íslenskir námsmenn erlendis séu opnari fyrir búsetu á stúdentagörðum, heldur en íslenskir námsmenn sem stunda nám hérlendis.
    Mismunandi áhersla á sameiginleg rými í stúdentaíbúðum var minn útgangspunktur í ritgerðinni. Út frá þeim hugleiðingum skoðaði ég kenningar um búsetuform og gerð nokkurra stúdentagarða/bygginga þar sem lögð er áhersla á sameiginleg rými fyrir alla íbúa byggingarinnar en ekki einungis sameiginleg rými afmarkaðra eininga. Þá skoðaði ég samspil samskipta, nándar og rýmismyndunar almennt á virkni samfélagsins í stúdentagörðum og áhrif svokallaðra þröskulda. Til að nálgast viðfangsefnið hleyp ég hratt yfir sögu stúdentaíbúða hér á landi og tiltek skoðun mína á hönnun þessa búsetuforms. Ég ber nýju stúdentagarðana sem teknir voru í notkun vorið 2013 saman við tvo stúdentagarða í Danmörku, annars vegar Tietgenskollegiet og hins vegar Bikuben en báðar þessar byggingar hafa fengið hönnunarverðlaun fyrir lausnir sínar.

Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19072


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stúdentagarðar á Íslandi - Samfélag eða bygging.pdf567.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna