is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19074

Titill: 
  • Öll sem eitt : hvernig styrkja má börn og unglinga til að standa saman gegn einelti og neikvæðum samskiptum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er 10 eininga lokaverkefni til BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði. Verkefnið er tvískipt, annarsvegar greinargerð og hins vegar afurð í formi námskeiðs, sem er unnið upp úr þeim fræðum sem farið er yfir í greinargerð þessari. Námskeiðið er ætlað fyrir tómstunda- og félagsmálafræðinga, kennara eða annað fagfólk til að fara með inn í bekki eða nota fyrir aðra hópa til að koma í veg fyrir einelti eða neikvæða hegðun.
    Einelti snýst ekki aðeins um þolendur og gerendur, heldur spila áhorfendur stórt hlutverk, ekki síst vegna þess að áhorfendur eru til staðar í flestum eineltistilvikum. Því miður eru fá börn sem reyna að stöðva einelti en markmið námskeiðsins er að breyta því og fá hópinn til að verða sterkari heild og standa við bakið hvert á öðru. Í greinagerðinni verða því hópar sem heild skoðaðir og hin ýmsu fræði sem taka á samskiptaþáttum, vandamálalausnum, sjálfsmyndinni, vináttufærni og hópastarfi svo eitthvað sé nefnt.
    Námskeiðið spannar 10 tíma sem hver um sig er 80 mínútur að lengd. Tímarnir eru byggðir upp á hópefli, verkefnum, umræðum, hlutverkaleikjum, fræðslu og fleiri þáttum. Ekkert sambærilegt námskeið er til hér á landi en svipuð námskeið eru að finna erlendis og hafa rannsóknir sýnt að einelti hefur minnkað þar sem þau hafa verið prófuð. Námskeiðið er því mikilvægt verkfæri til að vinna gegn einelti barna hér á landi og hefur alla burði til að að nýtast vel hvort sem er í skólakerfinu eða frístundastarfi.

Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19074


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
öll sem eitt - skemman.pdf796.79 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
öll sem eitt námskeið - Marsibil Björk.pdf1.1 MBLokaður til...01.05.2134NámskeiðPDF