en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1908

Title: 
 • Title is in Icelandic Raddir nemenda : rannsókn á viðhorfum nemenda í 8. - 10. bekk til ensku
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í þessari ritgerð verða kynntar niðurstöður rannsóknar sem gerð var á viðhorfum nemenda til enskunáms. Spurningalisti með opnum og lokuðum spurningum var lagður fyrir 216 nemendur í 8., 9. og 10. bekk í þremur grunnskólum í Reykjavík og síðan var unnið úr upplýsingunum í Exel. Leitast var við að kanna viðhorf nemenda til enskunáms, námsefnisins í ensku og kennsluhátta í enskukennslu.
  Í niðurstöðum kemur fram að nánast allir segja enskunámið vera mjög mikilvægt eða mikilvægt, eða 98,6%. Viðhorf nemenda til námsefnisins skiptist eftir því hvernig námsefni var notað. Þeim nemendum sem voru með hefðbundið námsefni líkar best við það efni sem þeir fá, en þeim nemendum sem fá óhefðbundið námsefni líkar verst við það efni sem þeir fá. Algengustu kennsluhættir í enskukennslu að sögn nemenda voru einstaklingsvinna og vinnu- og verkefnabækur. Lítill sem enginn munur var á svörum nemenda á milli skóla.
  Á heildina litið má segja að viðhorf nemenda til enskunáms séu almennt góð og að þeim líði ágætlega í tímum. Nemendum fannst hins vegar námsefnið og kennsluhættir frekar einhæfir.
  Lykilorð: Raddir nemenda, rannsókn, kennsluaðferðir, kennsluhættir, líðan, námsefni, enskunám.

Description: 
 • Description is in Icelandic Grunnskólabraut
Accepted: 
 • Sep 16, 2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1908


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Raddir nemenda.pdf746.91 kBOpenHeildartextiPDFView/Open