is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19080

Titill: 
  • Að tileinka sér hráefni : íslenskt samfélag kynnist iðnaðarhampi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ákveðnar áherslubreytingar virðast eiga sér stað varðandi aukna getu þjóða til þess að nýta sér náttúruleg efni í meira mæli og betri framleiðslutækni við gerð afurða. Iðnaðarhampur er náttúrulegt hráefni sem hefur þá eiginleika að getað komið í stað margra óumhverfisvænna efna sem eru notuð í stórum mæli í dag. Framleiðsluferli hans er einnig umhverfisvænt og því áhugavert að skoða hvort Íslendigar geti tileinka sér þessa plöntu. Rannsóknarspurningin er því eftirfarandi: Hverjir eru möguleikarnir í ræktun iðnaðarhamps á Íslandi og hvernig getur skapandi iðnaður stuðlað að nýtingu hráefnisins á skynsaman og árangursríkan hátt? Til þess að svara spurningunni er farið yfir sögu iðnaðarhampsins og skoðað mikilvægi þess að auka enn frekar áhuga almennings á hráefninu með það að leiðarljósi að ýta undir skilning á notkun náttúrulegra efna umfram annarra. Rætt er við einstaklinga sem hafa unnið að tilraunum við ræktun iðnaðarhamps hér á landi og skoðað þá kosti sem geta falist í að framleiða hann hérlendis.Skoðað er hvernig Íslendingar geta tileinkað sér iðnaðarhamp og hugsanlega myndað sér sérstöðu í vinnslu, meðhöndlun og túlkun á því hráefni meðal annars með hjálp hönnuða, ræktenda, fyrirtækja, tilraunarsmiðja og einnig frá samfélagslegum innviðum líkt og skólum og styrktarsjóðum. Upplýsingaöflun er mest megnis viðtöl við einstaklinga frá ýmsum áttum samfélagsins. Niðurstaðan er sú að Íslendingar þurfa að leggja mun meiri áherslu á að tileinka sér náttúruleg hráefni, hvort sem þau eru nú þegar til staðar eða ný, ef við viljum verða sjálfbært þjóðfélag sem leggur áherslu á náttúruleg efni umfram mengandi efni. Til þess að svo verði verðum við að greina styrkleika okkar og veikleika og vinna í þeim með þá þekkingu sem samfélagið býr yfir. Þegar farið er í framkvæmdir sem geta snerta alla þjóðina, líkt að tileinka okkur iðnaðarhamp, er mikilvægt að þverfaglegt samstarf ríki á milli þeirra sem koma að borði og að samfélagið í heild verði vel upplýst svo ábyrgðarfullar og röklegar samræður eigi sér stað . Þannig mun sá tími sem mun taka þjóðina að tileinka sér iðnaðarhamp verða vandaðri og skilvirkari.

Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19080


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að tileinka sér hráefni-Íslendigar kynnast iðnaðarhampi.pdf603.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna