is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19082

Titill: 
 • Meðferðarúrræði við áfengis- og vímuefnavanda ungs fólks á Íslandi : upplifun nokkurra einstaklinga á meðferðarkerfinu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þetta lokaverkefni er til B.A.- gráðu í tómstunda og félagsmálafræðum frá Háskóla Íslands. Áhugi á þessu verkefni kviknaði eftir mikla umfjöllun í fjölmiðlum um ýmis mál tengd neyslu eða opinberum meðferðarúrræðum. Markmið þessa verkefnis er að veita innsýn í heim þeirra sem hafa farið út af beinu brautinni og upplifað meðferðarkerfið á Íslandi á einn eða annan hátt. Verkefnið nýtist einstaklingum til að skilja betur hverjir sjá um meðferðarkerfið á Íslandi, hver staðan er og innsýn Í það hverjir það eru sem hrærast í kerfinu.Verkefnið skiptist í heimildarmynd og greinargerð.
  Í heimildarmyndinni koma fram einstaklingar sem hafa sögu að segja um ýmis mál tengd meðferðarúrræðum og upplifun á þeim. Meðal viðmælenda eru mæður fíkla, fíklar, fyrrum neytendur, meðferðaraðilar og fagfólk í frítímaþjónustu.
  Í greinargerð er efni myndarinnar sett í fræðilegt samhengi, varpað ljósi á mikilvægi uppbyggilegs frítíma og í lokin er litið á hlutverk Tómstunda- og félagsmálafræðinga með tilliti til þess að finna leiðir að innihaldsríkara lífi fyrir þá sem staðið hafa höllum fæti í samfélaginu.
  Lykilorð: Greinargerð, meðferðarúrræði, vímuefnaneysla, áhættuhegðun, áhættuhópur, frítíminn, tómstundir, óformlegt nám, reynslunám, heimildarmynd.

Samþykkt: 
 • 19.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19082


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKALOKA-oddatolur.pdf735.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
mynd1.png78.51 kBOpinnPNGSkoða/Opna
mynd2.png146.15 kBOpinnPNGSkoða/Opna
mynd3.png814.71 kBOpinnPNGSkoða/Opna
mynd4.png1.02 MBOpinnPNGSkoða/Opna
mynd5.png1.22 MBOpinnPNGSkoða/Opna

Athugsemd: Myndbandið er ekki vistað í Skemmunni, einungis fimm skjámyndir.