is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19088

Titill: 
  • Mótun manngerðs umhverfis við ferðamannastaði : hvar liggur ábyrgðin?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Slæmt ástand við marga af helstu áningarstöðum ferðamanna hefur verið áberandi í umfjölluninni síðustu misseri. Fjöldi ferðamanna hefur farið vaxandi á meðan ekki hefur verið gætt að uppbyggingu á innviðum þeirra staða sem ferðamennirnir sækja heim auk þes sem bent hefur verið á nauðsyn þess að móta heildarstefnu um uppbyggingu áningarstaða ferðamanna. Þá vaknar upp sú spurning hver ber ábyrgð á mótun manngerðs umhverfis við ferðamannastaði og hvers vegna það hefur verið látið undir höfuð leggjast að sinna nauðsynlegri uppbyggingu í kjölfar vaxandi ferðamannastraums. Í ritgerðinni er lagt út frá kenningum Páls Skúlasonar um umhverfingun. Skoðuð voru lög og reglur í kringum skipulagsmál og mannvirkjagerð í því skyni að greina hver ber ábyrgð á stefnumótuninni og rætt er um mikilvægi góðs arkitektúrs við uppbygging áningarstaða fyrir ferðamenn. Dregin er upp mynd af núverandi stðu og að lokum eru kynnt tvö dæmi þar sem unnið er eftir skýrri heildasýn, með áherslu á góðan arkitektúr og sjálfbærni. Niðurstaðan er sú að lagaramminn kveður á um að gætt skuli að náttúrunni og sjálfbærni, við höfum menningarstefnu sem kveður á um að vernda skuli náttúruna og eins virðist öllum vera ljóst að grípa þurfi til aðgerða. En þó virðist vanta skýra stefnumótun um hvernig staðið skuli að upppbyggingu áningarstaða ferðamanna og þau verkfæri sem til staðar eru virðast vannýtt. Eins vantar að kveðið sé fastar að byggingarlistalegum gæðum þegar kemur að þeim lögum sem fjalla um mannvirkjagerð og skipulag.

Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19088


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mótun manngerðs umhverfis við ferðamannastaði.pdf342.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna