is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19094

Titill: 
  • „Að gera sér mat úr einhverju“ : borðsiðir og matarvenjur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eitt er það sem allt mannkynið á sameiginlegt og það er að þurfa að matast til að lifa. Siðirnir eru ólíkir í heiminum og hefur hver sinn háttinn á með það hvernig hann matast. Og eins eru siðirnir ólíkir, bæði á milli menningarhópa og heimshorna. Vegna áhuga á matarsiðum og reynslu af flugfreyjustarfi í Skandinavíu ræði ég í þessari ritgerð um mismun á menningu, þörfum og siðum þegar kemur að matarháttum og borðsiðum. Gefnar hafa verið út bækur um borðsiði en þær verða gjarnan fljótt úreltar þar sem hefðirnar taka breytingum og reglurnar einnig. Við virðumst þó sem einstaklingar vilja halda í sumar hefðir fram yfir aðrar og tengjum þær þá gjarnan við fortíðina og eigin reynslu en það sama á við hönnuði í sínu hönnunarstarfi. Þeir vísa gjarnan í gamlar hefðir en tvinna þær saman, bæði við eigin reynslu sem og tískustrauma samtímans. Til að fjalla um matarhætti og borðsiði leitaði ég bæði í mína arfleifð og einnig til samtímans og gerði þá vettvangskönnun sem flugfreyja um borð í flugi frá Íslandi til Las Palmas og aftur til baka. Niðurstöður ritgerðarinnar eru að fróðlegt sé að skoða mismunandi hefðir ólíkra hópa. Fólk er móttækilegt fyrir nýjum hefðum upp að vissu marki en það vill líka tengja í gamlar hefðir.

Samþykkt: 
  • 20.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19094


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Matarmenning-Final.docx..pdf8.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna