is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19095

Titill: 
  • Afhverju eru 90° al[l]sráðandi í byggingarlist og hvert er mótvægið við hið ferkantaða form?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta verkefni fjallar um það hornrétta og frjálsa formið sem mótvægi þess. Arkitektarnir Le Corbusier og Rudolf Steiner eru bornir saman með það hornrétta og frjálst form í huga. Þeir voru samtímamenn en höfðu mjög ólík lífsviðhorf. Í upphafi er fjallað um hornrétta rýmið og hvernig það er allsráðandi í byggingarlistinni. Í tengslum við það valdi ég að skoða hugmyndafræði Le Corbusiers þar sem mannslíkaminn og hlutföll hans liggja til grundvallar hönnun hans. Gullna sniðið spilar einnig stóran þátt í verkum hans og byggjast formfræðilegu þættir hans mikið á stærðfræðilegum vangaveltum. Le Corbusier vill meina að hin reglulega lína hafi heftandi áhrif á sjálfstæðan vilja en skapi hinsvegar vellíðan hjá manneskjunni og fullnægir hugsun hennar og gerir þar með ekki ráð fyrir frumkvæði einstaklingsins. Því næst sný ég mér að frjálsa forminu og í því samhengi valdi ég að skoða Rudolf Steiner og þá hugmyndafræði sem liggur að baki byggingarlistar hans. Hann horfir á manneskjuna í víðara samhengi og talar um að fyrir utan það efnislega er einnig sál og andi. Alla þessi þætti þarf að hafa í huga þegar verið er að hanna rými því mikilvægt er að manneskjan finni samhljóm með umhverfinu og að umhverfið veki sköpunarkrafta hennar og sjálfsvitund. 
    Segja má að það hornrétta sé ríkjandi í byggingarlistinni og borgarskipulagi þar sem það tekur útgangspunt i því hagkvæma, efnishyggjunni. Hinsvegar mætti taka meira mið af frjálsa forminu til að auðga og lífga við sköpunarkrafta manneskjunnar.

Samþykkt: 
  • 20.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19095


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð_Vífill.pdf541.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna